Vilhjálmur Haraldsson og Kristrún Daðadóttir stýra Augnablik á komandi tímabili.
 
Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur samið við þau Vilhjálm Kára Haraldsson og Kristrúnu Lilju Daðadóttur um að stýra liði Augnabliks kvenna á komandi keppnistímabili.
 
Kristrún stýrði liðinu á nýliðnu tímabili en nú hefur Vilhjálmur Kári einnig gengið til liðs við félagið.
Vilhjálmur stýrði liði Augnabliks tímabilin 2019 og 2020 við góðan orðstýr en hann hefur einnig stýrt meistaraflokki kvenna.
Nú síðast var hann í þjálfarateymi 2. flokks karla á nýliðnu tímabili.
 
Það er ánægjulegt að Kitta og Villi skuli aftur vinna saman og óskum við þeim góðs gengis – Áfram Augnablik!