Íþróttahátíð Kópavogs fór fram í Smáranum síðastliðinn miðvikudag og tókst vel til.

Það var við hæfi að hátíðin skyldi fara fram í húsakynnum Breiðabliks þetta árið en flest verðlaunin voru nefnilega komin til að vera.

Ber þar helst að nefna titlana Íþróttakona og -karl Kópavogs fyrir árið 2022 sem að þessu sinni féllu í skaut Sóleyjar Margrétar Jónsdóttur úr kraftlyftingardeild Breiðabliks og Höskuldar Gunnlaugssonar úr knattspyrnudeild Breiðabliks, ásamt því að meistaraflokkur Breiðabliks í knattspyrnu karla var valinn Flokkur ársins 2022.

Sóley og Höskuldur voru kosin úr hópi tíu tilnefndra aðila sem íþróttaráð bæjarins valdi. Í þeim glæsilega hópi voru hvorki fleiri né færri en sex Blikar. Fyrir utan Sóley og Höskuld voru Arnar Pétursson úr frjálsíþróttadeildinni, Ingvar Ómarsson úr hjólreiðadeildinni, Móey María Sigþórsdóttir McClure úr karatedeildinni og Sigurður Örn Ragnarsson úr þríþrautardeildinni.

Síðast en alls ekki síst var efnilegt íþróttafólk í flokki 13-16 ára heiðrað og þar voru fulltrúar Breiðabliks eftirfarandi:

Arey Amalía Sigþórsd. McClure – Karate

Birgir Gauti Kristjánsson – Karate

Bjarney Hermannsdóttir – Frjálsar

Bjarni Ísak Bjarnason – Taekwondo

Eyrún Hulda Gestsdóttir – Körfubolti

Freyja Birkisdóttir – Sund

Hilmar Karlsson – Knattspyrna

Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir – Knattspyrna

Jökull Otti Þorsteinsson – Körfubolti

Kacper Kogut – Sund

Karítas Svana Elfarsdóttir – Taekwondo

Samúel Örn Sigurvinsson – Frjálsar

Breiðablik óskar öllum verðlaunahöfum innilega til hamingju.