Íþróttahátíð Breiðabliks fór fram síðastliðinn mánudag í veislusal félagsins. Hægt er að horfa á upptöku af hátíðinni með því að smella hér.

Um er að ræða árlegan viðburð sem haldinn er í boði aðalstjórnar Breiðabliks og hefur það markmið að sameina allar deildir félagsins, gera undanförnum árangri hátt undir höfði ásamt því að heiðra þá sem mest hafa skarað fram úr.

Ásgeir Baldurs, formaður Breiðabliks, setti hátíðina áður en að Arnór Daði, íþróttastjóri félagsins, kynnti hverja viðurkenninguna á fætur annarri.

Byrjað var á að verðlauna karl og konu úr hverri deild áður en að Deildar-, Þjálfara, Afreks- og Félagsmálabikarinn voru afhentir. Að lokum voru úrslitin úr kosningunni á Íþróttakonu og -karli Breiðabliks kunngjörð en þar fær hver deild innan félagsins eitt atkvæði ásamt aðalstjórn og íþróttastjóra.

Það er skemmst frá því að segja Sóley Margrét Jónsdóttir úr kraftlyftingardeildinni var kjörin Íþróttakona Breiðabliks og Arnar Pétursson úr frjálsíþróttadeildinni var kjörinn Íþróttkarl Breiðabliks.

Breiðablik óskar öllum verðlaunahöfum innilega til hamingju en lista yfir þá aðila má sjá hér fyrir neðan:

Frjálsíþróttakona – Júlía Kristín Jóhannesdóttir

Frjálsíþróttakarl – Arnar Pétursson

Hjólreiðakona – Björg Hákonardóttir

Hjólreiðakarl – Ingvar Ómarsson

Hlaupakona – Lilja Dögg Stefánsdóttir

Hlaupakarl – Thijs Kreukels

Karatekona – Móey María Sigþórsdóttir

Karatekarl – Samúel Týr Sigþórsson

Knattspyrnukona – Karitas Tómasdóttir

Knattspyrnukarl – Höskuldur Gunnlaugsson

Kraftlyftingarkona – Sóley Margrét Jónsdóttir

Kraftlyftingarkarl – Alexander Örn Kárason

Körfuknattleikskona – Þórdís Jóna Kristjánsdóttir

Körfuknattleikskarl – Everage Lee Richardsson

Rafíþróttakarl – Emil Valdimarsson

Skákkarl – Vignir Vatnar Stefánsson

Skíðakarl – Björn Davíðsson

Sundkona – Freyja Birkisdóttir

Sundkarl – Guðmundur Karl Karlsson

Þríþrautarkona – Guðlaug Edda Hannesdóttir

Þríþrautarkarl – Sigurður Örn Ragnarsson

*Rafíþrótta-, skák- og skíðadeildin tilnefndu ekki konu í ár ásamt því að taekwondodeildin tilnefndi engan í ár.

Deildarbikar – Þríþrautardeildin

Þjálfarabikar – Arna Þórey Sveinbjörnsdóttir úr sunddeildinni

Afreksbikar – Meistaraflokkur karla í knattspyrnu

Félagsmálabikar – Örn Örlygsson

Íþróttakona – Sóley Margrét Jónsdóttir úr kraftlyftingardeildinni

Íþróttakarl – Arnar Pétursson úr frjálsíþróttadeildinni