Undanfarnar vikur hefur félagið boðið ungmenna- og fullorðinshópum allra deilda upp á fyrirlesturinn “Hinsegin og íþróttir” í samstarfi viđ Samtökin ’78 .
Af því tilefni var splæst í þennan fallega fána sem sjá má á myndinni og mun hann prýða félagssvæðið okkar um ókomin ár enda eru allir velkomnir í Breiðablik.
Eins og staðan er í dag þá hafa 177 iðkendur, þjálfarar, stjórnendur og starfsfólk á vegum Breiðabliks mætt á fyrirlesturinn sem ku vera landsmet frá einu félagi/stofnun.
Talan mun svo vonandi hækka enn frekar í mars þegar boðið verður upp á nokkrar tímasetningar í viðbót fyrir þá sem ekki hafa komist hingað til.
Í heimi tilviljana má vel lesa í það að um leið og fáninn fór upp þá birtist sólin og dagurinn sem fylgdi hefur veriđ sá bjartasti og fallegasti það sem af er ári.

Meistaraflokkar karla og kvenna í knattspyrnudeildinni fylltu veislusal félagsins á einum af fyrirlestrunum