Eins og fram kom í janúar þá gekk Jólahappdrætti Breiðabliks sögulega vel í ár þegar að um 7.300 miðar voru seldir sem er það mesta frá upphafi.

Af mörgum frábærum söluaðilum þá var einn iðkandi sem stóð upp úr með 75 selda miða og það var hann Óliver Þór Guðjónsson í 6. flokki karla.

Að launum hlaut Óliver pizzaveislu frá Dominos en þess má geta að 6. flokkur karla seldi flesta miða af öllum flokkum félagsins eða 1296 stykki.

Það ber hinsvegar einnig að hrósa 6. flokki kvenna sem var með hlutfallslega bestu söluna miðað við fjölda iðkanda eða 8,5 seldan miða á hvern iðkanda.

 

Annars er skemmst frá því að segja að vitjun vinninga gengur vel en þeir sem eiga eftir að sækja sitt hafa frest út marsmánuð.

Vinningaskrá Jólahappdrættisins má sjá hér.

 

Hér fyrir neðan má svo sjá myndir af afhendingu tveggja stærstu vinninganna okkar þetta árið.