Karl Daníel Magnússon hefur verið ráðinn deildarstjóri Afrekssviðs hjá knattspyrnudeild.

Karl er viðskiptafræðingur að mennt með tölvunarfræði sem aukagrein frá Háskólanum í Reykjavík.

Undanfarið hefur Karl starfað sem framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Keflavíkur og þekkir vel til umhverfis íslenskra knattspyrnufélaga.

Deildarstjóri afrekssviðs Knattspyrnudeildar Breiðabliks fylgir eftir skipulagi og stefnumótun
Knattspyrnudeildar.
Meginhlutverk deildarstjóra verður að halda utan um þau verkefni sem eru á forræði meistaraflokksráða og afrekshópa félagsins.
Undir afrekssvið falla meistaraflokkar karla og kvenna, afrekshópar yngri flokka og samskipti við venslafélög Breiðabliks.

Karl mun hefja störf núna í lok mars og væntir knattspyrnudeildin mikils af störfum hans og býður hann velkominn til starfa hjá Breiðabliki!