Aðalfundur Breiðabliks var haldinn þann 10. maí sl. og við það tilefni voru nokkrir einstaklingar heiðraðir fyrir framúrskarandi og óeigingjarnt starf í þágu félagsins með nafnbótinni Silfurbliki. Í þessum góða hópi voru þrír úr frjálsíþróttafjölskyldunni og viljum við óska Silfurblikunum okkar þeim Elsu Sif Guðmundsdóttur, Bergþóru Guðjónsdóttur og Eiríki Mörk Valssyni innilega til hamingju með viðurkenninguna á sama tíma og við þökkum þeim fyrir stórkostlegt starf í gegnum tíðina.