Smáþjóðaleikarnir eru alþjóðlegt íþróttamót minnstu ríkja Evrópu og fara leikarnir að þessu sinni fram á Möltu dagana 28. maí til 4. júní. Íslendingar eiga fulltrúa í átta greinum og í hópi frjálsíþróttafólks eru tveir keppendur úr Blikafjölskyldunni og tveir þjálfarar. Birna Kristín Kristjánsdóttir keppir í langstökki 30. maí og 100 m grindahlaupi 31. maí og Arnar Pétursson í 10000 m hlaupi 30. maí. Alberto Borges Moreno og Jón Bjarni Bragason eru íslenska hópnum til halds og trausts og sendum við þeim öllum bestu kveðjur yfir hafið.