Eftir stórkostlegt sumarveður síðustu tvo mánuði er kominn tími á að vetraræfingatöflurnar taki aftur gildi.

Körfuknattleiksdeild félagsins ríður á vaðið í dag(28.ágúst) með glænýrri æfingatöflu.

Í næstu viku(4.sept) hefst svo vetrarstarf frjálsíþrótta- og knattspyrnudeildar(6.-8.fl).

Flokkaskipti 5.-2.fl í fótboltanum taka reyndar aðeins lengri tíma.

Rafíþróttadeildin hefur leik í þarnæstu viku(11.sept) og svo aðrar deildir í kjölfarið.

Hægt er að skoða allar æfingatöflur félagsins með því að smella hér.


Ath: Akstur frístundavagnanna hefst 4.sept og í vetur verður EKKI keyrt á föstudögum, nánar hér.


Ps. Eins og áður þá er ávallt frítt að prófa 3-4 æfingar.