Frjálsíþróttadeild Breiðabliks auglýsir eftir þjálfara fyrir iðkendur okkar í 1.-2. bekk, fyrir núverandi tímabil til 31. maí 2024. Um er að ræða 2 fasta tíma í viku á mánu- og miðvikudögum frá 16:00-17:00. Í starfinu felst að skipuleggja skemmtilegar æfingar fyrir þennan aldurshóp og stýra æfingum í samstarfi við aðstoðarþjálfara. Við leitum að jákvæðum, þolinmóðum og metnaðarfullum einstaklingi sem vill efla gott starf deildarinnar enn frekar.

Starfið gæti vel hentað ungu fólki í íþróttafræði, frjálsíþróttafólki eða einstaklingum með yfirgripsmikla reynslu af starfi með börnum en tekið skal fram að þjálfari þarf að starfa eftir reglum ÍSÍ.

 

Áhugasöm eru hvött til að senda fyrirspurn og/eða umsóknir á Áslaugu Pálsdóttur, formann stjórnar á netfangið aslapals@gmail.com eða í síma 847-3868.

 

Áfram Blikar!