EM masters fór fram í Pescara á Ítalíu dagana 21. sept. – 1. okt. og áttu Blikar einn fulltrúa á mótinu. Jón Bjarni Bragason keppti í kringlukasti, lóðkasti og kastþraut og hafnaði í 5. sæti í kringlu með kasti upp á 46,28 m, 4. sæti í lóðkasti með kasti upp á 17,76 m og í kastþrautinni fékk hann 3574 stig sem skilaði honum 5. sætinu. Við óskum okkar manni innilega til hamingju með árangurinn!