Búið er að opna fyrir kosningu á Íþróttafólki ársins 2023 í Kópavogi í Þjónustugátt bæjarins.

Kosningin verður opin til 6. janúar og munu atkvæði bæjarbúa vega 40% á móti atkvæðum fulltrúa íþróttaráðs.

Það íþróttafólk sem reynist hlutskarpast í valinu mun hljóta viðurkenningu á Íþróttahátíð bæjarins þann 11. janúar.

Hér má sjá frétt þess efnis.

Nýtum lýðræðið og kjósið þann sem ykkur þykir bestur!

Þess má til gamans geta að íþróttafólk bæjarins á síðasta ári kom alfarið úr röðum Breiðabliks. Það voru Sóley Margrét Jónsdóttir úr kraftlyftingardeildinni okkar og Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði meistaraflokks karla í knattspyrnu.