Blikinn okkar Júlía Kristín Jóhannesdóttir gerði sér lítið fyrir og bætti tveggja ára aldursflokkamet í 60m grindarhlaupi innanhúss í flokki stúlkna 18-19 ára og 16 ára aldursflokkamet í flokki 20-22 ára á Áramóti Fjölnis þann 28. des. þegar hún hljóp á tímanum 8,60 sek. Metið í flokki stúlkna 18-19 ára átti Birna Kristín Kristjánsdóttir frá árinu 2021, 8,65 sek. og metið í flokki 20-22 ára átti Kristín Birna Ólafsdóttir frá árinu 2007, 8,64 sek.

Við gætum ekki verið stoltari af okkar konu en aðeins nokkrir dagar eru síðan Júlía hlaut viðurkenningu Frjálsíþróttadeildar Breiðabliks þar sem hún var valin bæði hlaupari og kastari ársins í kvennaflokki.