Í gærkvöldi fór fram fjölmennur félagsfundur sem aðalstjórn Breiðabliks boðaði til í Smáranum. Þar fór félagið yfir framtíðarsýn sína í Kópavogsdalnum sem byggð var á þarfagreiningu Breiðabliks.
Má með sanni segja að þetta hafi verið sögulegur fundur og virkilega gaman að segja frá því að húsfyllir var og rúmlega það. Líflegar og gagnlegar umræður fóru fram hjá Blikum sem hafa hag félagsins fyrir brjósti. Fundurinn kom sér saman um ályktun sem send verður á Kópavogsbæ með það að markmiði að hefja viðræður á milli Kópavogsbæjar og aðalstjórnar Breiðabliks.
Ályktun félagsfundar Breiðabliks 30. janúar 2024
Fjölmennur félagsfundur Breiðabliks skorar á bæjaryfirvöld í Kópavogi að taka upp viðræður hið fyrsta við aðalstjórn Breiðabliks um deiliskipulag með framtíðaruppbyggingu svæðisins í huga.
Ljóst er að íþróttaaðstaða flestra deilda félagsins er sprungin og með fyrirhugaðri fjölgun íbúa í Kópavogi er brýn þörf á bættri aðstöðu deilda félagsins.
Kópavogi 30. janúar 2024.