Sunnudaginn 4. febrúar munu 8 Blikar taka þátt á Reykjavíkurleikunum (RIG) en mótið er haldið hér á landi ár hvert til að auka samkeppnishæfni íslensks íþróttafólks og draga úr ferðakostnaði. Hér er um að ræða einstakan alþjóðlegan viðburð sem dregur til sín sterka erlenda keppendur og fær íþróttafólkið okkar tækifæri til að spreyta sig á móti íþróttafólki í heimsklassa. 💚
Frjálsíþróttahluti RIG fer fram í Laugardalshöllinni n.k. sunnudag á milli kl. 14 og 15:45 og óhætt að segja að þetta verði stutt, hratt og spennandi mót.
Við sendum Blikunum okkar góða strauma og hvetjum ykkur til að fjölmenna í höllina eða horfa á mótið í beinni útsetningu á RÚV.
Sýnt verður beint frá keppninni á RÚV.
Miðasala er á corsa.is