Breiðablik býður nú upp á rafíþróttanámskeið fyrir einhverf börn á aldrinum 7-15 ára.

Tími: Mánudögum og Miðvikudögum kl 16:00-17:30

Staður: Arena Gaming, Smáratorgi 3, 1. hæð, 201 Kópavogi.

Byrjar mánudaginn 26. febrúar og er til 3. maí.

Skráning á slóðinni hér: https://xpsclubs.is/breidablik/registration

Allir krakkar munu spila í 5 manna einkaherbergjum sem eru 4 herbergi í röð og hægt að loka/opna á milli,

Það verður dauf lýsing inni.

Krakkarnir spila á borðtölvum með hágæða búnaði, hljóðdeyfandi heyrnatólum og flottum stólum.

Í boði verður tómt herbergi sem hægt er að fara inn til að vera í friði. Sama herbergi og við tökum hreyfinguna í

Leikir í boði: Erum með rúma 80 leiki á tölvunum sem hægt er að spila. Miðum við PG rating á leikjum, ef krakkar eru með leyfi frá foreldrum að spila bannaða leiki þá leyfum við það.

Tölvurnar slökkva sjálfkrafa á sér þegar spilatíma er lokið.

Prentaðir verða út miðar sem við látum á borðið fyrir framan krakkana 2-5 min áður en við slökkum á tölvunum.

Námskeiðið verður í 90 min.

15min hreyfing/spjall

60min spil, markmiðið að spila í hóp og allir saman.

15min hreyfing/spjall

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að hafa samband við þjálfara danielsig@arenagaming.is