Aðalfundur frjálsíþróttadeildar Breiðabliks var haldinn fimmtudaginn 11. apríl í veislusal Breiðabliks í Smáranum.
Á fundinum var árskýrsla síðasta árs kynnt fyrir fundargestum, ársreikningur lagður fram og samþykktur og að endingu var kosið í nýja stjórn.
Einn stjórnarmaður lét af störfum á fundinum, Steinþór Einarsson og stjórnarmaðurinn Bergþóra Guðjónsdóttir, færði sig yfir í varastjórn.
Áslaug Pálsdóttir var endurkjörin formaður deildarinnar og með henni í stjórn sitja þær:
- Anna Jónsdóttir, ritari
- Helga Elísa Þorkelsdóttir, gjaldkeri
- Elísabet Rán Andrésdóttir
- Gréta Björg Jakobsdóttir, meðstjórnandi
- Hallgerður Lind Kristjánsdóttir, meðstjórnandi
Varastjórn:
- Bergþóra Guðjónsdóttir
- Bjarki Rósantsson
- Geirlaug Geirlaugsdóttir
Ný stjórn tekur fagnandi á móti komandi verkefnum og mun leggja sitt af mörkum til að efla góða deild enn frekar og hvetja iðkendur sína til dáða í orði og verki, því saman komumst við lengra og hærra.