Það voru kjöraðstæður til knattspyrnuiðkunnar í Laugardalnum í gærkvöldi þegar að úrslitaleikurinn í Mjólkurbikar kvenna fór fram.
Þar unnu stelpurnar okkar frábæran 4-0 sigur á Þrótti Reykjavík.
Mörk Blika skoruðu Karítas(tvö mörk), Hildur Antons og Tiffany.
Þjóðarleikvangur okkar Íslendinga virtist vera í toppstandi og veðrið var með besta móti, sérstaklega miðað við það að októbermánuður er genginn í garð.
Léttskýjað, nánast logn og um 6 gráðu lofthiti.
Stemmningin í stúkunni var frábær og áhorfendafjöldinn var ekki fjarri metinu.
Bestu þakkir til Þróttara fyrir flotta viðureign.
Innilega til hamingju með titillinn stelpur!
Tímabili stelpnanna er samt hvergi nærri lokið en nú tekur við riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.
Fyrsti leikurinn af sex er strax á miðvikudaginn næstkomandi en þá kemur stórlið PSG í heimsókn á Kópavogsvöll.
Fyllum stúkuna og styðjum stelpurnar okkar um leið og þær halda áfram að skrifa íslenska knattspyrnusögu!
Myndir frá leiknum má nálgast hér.