Eftirfarandi myndband sýnir hvernig sækja skal forritið:
https://www.youtube.com/watch?v=5CfgjZPgYlM&list=PLV4bmzPsFTOv4SwrFoSnduIfadWnLqAbi
Hér er svo frekara kennsluefni á heimasíðunni þeirra:
https://xps.sidelinesports.com/is/tutorials-athlete-family
Um mánaðarmótin sept/okt mun félagið færa allar sínar skráningar/greiðslur/æfingauppfærslur/skilaboðasendingar og annað yfir í XPS(Sideline).
XPS þekkja flestir þjálfarar landsins og einnig margir iðkendur enda var forritið/kerfið stofnað á Íslandi fyrir heilum 22 árum síðan(2001).
Í dag er kerfið í notkun hjá um 2000 félögum í 92 löndum og 57 íþróttagreinum ásamt því að vera þýtt á 33 tungumál.
Flestir þjálfarar Knattspyrnudeildar Breiðabliks hafa stuðst við ákveðin hluta kerfisins undanfarin 8 ár við góðan orðstír og ríkir því mikil tilhlökkun yfir því að fá allt félagið undir sama hattinn.
Á næstu fjórum vikum verður kerfið innleitt jafnt og þétt.
Þjálfarar og stjórnendur munu fá kennslu sem þeir ættu svo að geta miðlað áfram til foreldra og iðkenda varðandi notkun á appinu.
Sumir hópar/flokkar hafa nú þegar sent út æfingar og skilaboð í gegnum appið en hægt verður að nota gamla kerfið(Sportabler) út september ef þörf er á.
ATH: Skráning fyrir haust/vetur er þegar hafin í gegnum XPS(Sideline) í öllum deildum félagsins nema knattspyrnudeild(kemur í næstu viku).
Einn og sami skráningarhlekkurinn er fyrir allt í félaginu, þessi hér: https://xpsclubs.is/breidablik/registration
Einungis þeir valmöguleikar sem bjóðast viðkomandi(fer eftir aldri) munu birtast þarna.