Veitt voru verðlaun fyrir stigahæstu sundmenn í flokkum 12 ára og yngri, 13-14 ára og 15-17 ára bæði í kvenna og karlaflokki. Þar átti Breiðablik 4 af 6 stigahæstu einstaklingunum. Freyja Birkisdóttir varð stigahæst í 12 ára og yngri, Kristín Helga Hákonardóttir varð stigahæst í flokki 13-14 ára, Ragna Sigríður Ragnarsdóttir varð stigahæst í flokki 15-17 ára og Patrik Viggó Vilbergsson varð stigahæstur í flokki 15-17 ára.
Ólafsbikarinn er farandgripur sem er veittur árlega á AMÍ fyrir besta afreki unnið á mótinu í völdum sundgreinum. Að þessu sinni hlaut bikarinn Kristín Helga Hákonardóttir úr sunddeild Breiðabliks og er það í fyrsta skipti sem sundmaður úr Breiðablik vinnur bikarinn.