Öll lið leika tvo leiki.
Á síðunni má auðveldlega sjá hvort lið séu að spila um bikar eða ekki. Sjá meðfylgjandi mynd undir FLOKKAR í mótskerfinu.
FYRRI LEIKIR eru merktir 1-4 eða 5-8 eftir því hvar lið enduðu í riðlum í gær (laugardag). Leikir 1-4 eru undanúrslitaleikir og 5-8 krossspilsleikir. Ef jafnt er í þessum leikjum þá er framlengt um 2×3 mínútur.
SEINNI LEIKIR eru merktir 1/2, 3/4, 5/6 og 7/8. Leikir 1/2 eru Bikarleikir en aðrir eru jafningjaleikir. Eingöngu bikarleikir eru framlengdir.
Í jafningjaleikjum sem enda jafntefli deila lið efra sætinu.
Í Bikarleikjum sem enda jafntefli fá bæði lið bikar.
Ef jafnt er eftir framlengingu í undanúrslitaleikjum eða krossspili þá varpar mótsstjórn hlutkesti.
Lið geta eingöngu verið viðstödd hlutkesti ef óskað er eftir því við mótsstjórn FYRIR leiki.
Mótsstjórn hefur ekki tíma til að bíða með hlutkesti eftir leiki þar sem mjög ströng tímastjórnun er í gangi í dag.
Við biðjum alla að fara hratt af völlunum í dag til að næstu leikir geti hafist svo ekki verði seinkun á leikjadagskrá.