Entries by

Andri og Guðjón nýir yfirþjálfarar Breiðabliks

Lokið hefur verið við ráðningu nýrra yfirþjálfara knattspyrnudeildar Breiðabliks en sú leit hefur staðið yfir frá því að Hákon Sverrisson lét af störfum seinni hluta sumars. Þeir Andri Vilbergsson og Guðjón Gunnarsson verða nýir yfirþjálfarar félagsins og taka til starfa á næstu mánuðum. Andri Vilbergsson verður yfirþjálfari 2.-4. flokks. Andri hefur langa reynslu af þjálfun […]

,

Knattspyrnudeild auglýsir starf yfirþjálfara yngri flokka

Knattspyrnudeild Breiðabliks auglýsir eftir metnaðarfullum einstaklingi í stöðu yfirþjálfara yngri flokka félagsins. Yfirþjálfari yngri flokka knattspyrnudeildar leiðir faglegt starf félagsins í samráði við framkvæmdastjóra og deildarstjóra knattspyrnudeildar. Meginhlutverk yfirþjálfara er að fylgja eftir stefnu Breiðabliks um uppeldis- og afreksstarf í þjálfun knattspyrnu. Einnig skal yfirþjálfari vinna náið með þjálfurum félagsins og veita þeim aðhald og […]

,

Framkvæmdir við nýtt gervigras hafnar

Það er gleðilegt að líta yfir Fífuvelli þessa dagana þó að ekki sjáist iðkendur á leik í fótbolta þar! Framkvæmdir við lagningu nýs gervigrasvallar við vesturenda Fífunnar eru hafnar og þegar ljósmyndara bar að garði var verið að skera grasþökur af vellinum sem stóð fyrir. Samkvæmt verkáætlun er áætlað að verklok séu í nóvember á […]

,

Hákon Sverrisson í nýtt hlutverk hjá knattspyrnudeild

Yfirþjálfari yngri flokka Breiðabliks, Hákon Sverrisson, mun á haustmánuðum minnka við sig í starfi fyrir knattspyrnudeild Breiðabliks og hefja störf við kennslu í Menntaskólanum í Kópavogi. Hákon hefur starfað sem þjálfari hjá Breiðablik síðan 1996 og sem yfirþjálfari Breiðabliks frá 2016. Hann mun áfram vinna að faglegu starfi innan yngri flokka félagsins. Félagið óskar Hákoni farsældar […]

,

KSÍ býður Símamótskeppendum á landsleikinn 12. júlí!

KSÍ býður á landsleikinn 12. júlí! Keppendum, þjálfurum og liðsstjórum á Símamótinu 2024 er boðið á landsleik Íslands og Þýskalands föstudaginn 12. júlí klukkan 16:15! Allir boðsgestir fá sæti í “gömlu stúkunni” austan megin vallarins – foreldrar/forráðamenn sem kaupa miða með hefðbundnum hætti fá hins vegar sæti í “nýju stúkunni” vestan megin. ATH: Landsleikurinn er […]

Konur í meirihluta í nýrri stjórn knattspyrnudeildar

Nýkjörin stjórn knattspyrnudeildar átti sinn fyrsta reglulega fund mánudaginn 11. mars. Á fundinum báru hæst fjölbreytt verkefni fyrir sumarið en strákarnir eiga sinn fyrsta heimaleik í Bestu deildinni 8. apríl og stelpurnar 22. apríl en einnig var farið yfir ýmis önnur skemmtileg viðfangsefni sem eru á borði stjórnarinnar.  Að loknum fundi var tekin mynd í blíðunni […]

Góður aðalfundur knattspyrnudeildar

Aðalfundur knattspyrnudeildar Breiðabliks fór fram í dag 7. mars. Á fundinum fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf og var m.a. kosið í nýja stjórn. Þrír stjórnarmeðlimir létu af störfum á fundinum. Þau Halldór Arnarsson gjaldkeri, Hekla Pálmadóttir fráfarandi formaður mfl. ráðs kvenna og Jóhann Þór Jónsson fráfarandi formaður barna- og unglingaráðs ætla að láta gott heita í […]