Entries by

,

Hákon Sverrisson í nýtt hlutverk hjá knattspyrnudeild

Yfirþjálfari yngri flokka Breiðabliks, Hákon Sverrisson, mun á haustmánuðum minnka við sig í starfi fyrir knattspyrnudeild Breiðabliks og hefja störf við kennslu í Menntaskólanum í Kópavogi. Hákon hefur starfað sem þjálfari hjá Breiðablik síðan 1996 og sem yfirþjálfari Breiðabliks frá 2016. Hann mun áfram vinna að faglegu starfi innan yngri flokka félagsins. Félagið óskar Hákoni farsældar […]

,

KSÍ býður Símamótskeppendum á landsleikinn 12. júlí!

KSÍ býður á landsleikinn 12. júlí! Keppendum, þjálfurum og liðsstjórum á Símamótinu 2024 er boðið á landsleik Íslands og Þýskalands föstudaginn 12. júlí klukkan 16:15! Allir boðsgestir fá sæti í “gömlu stúkunni” austan megin vallarins – foreldrar/forráðamenn sem kaupa miða með hefðbundnum hætti fá hins vegar sæti í “nýju stúkunni” vestan megin. ATH: Landsleikurinn er […]

Konur í meirihluta í nýrri stjórn knattspyrnudeildar

Nýkjörin stjórn knattspyrnudeildar átti sinn fyrsta reglulega fund mánudaginn 11. mars. Á fundinum báru hæst fjölbreytt verkefni fyrir sumarið en strákarnir eiga sinn fyrsta heimaleik í Bestu deildinni 8. apríl og stelpurnar 22. apríl en einnig var farið yfir ýmis önnur skemmtileg viðfangsefni sem eru á borði stjórnarinnar.  Að loknum fundi var tekin mynd í blíðunni […]

Góður aðalfundur knattspyrnudeildar

Aðalfundur knattspyrnudeildar Breiðabliks fór fram í dag 7. mars. Á fundinum fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf og var m.a. kosið í nýja stjórn. Þrír stjórnarmeðlimir létu af störfum á fundinum. Þau Halldór Arnarsson gjaldkeri, Hekla Pálmadóttir fráfarandi formaður mfl. ráðs kvenna og Jóhann Þór Jónsson fráfarandi formaður barna- og unglingaráðs ætla að láta gott heita í […]

,

Mjög áhugaverður fyrirlestur fyrir iðkendur og foreldra fimmtudaginn 15. feb.

Nú á fimmtudaginn 15. febrúar er iðkendum og foreldrum knattspyrnudeildar boðið að sækja glæsilegan fyrirlestur frá Sporthúsinu um hin ýmsu heilsutengdu málefni. Fyrirlesturinn hefst 19:30 í veislusal á 2. hæð Smárans og er aðgengi frítt. Hvetjum alla áhugasama foreldra og iðkendur til að líta við í Smárann annað kvöld!

,

Vel heppnað ALI-mót um liðna helgi

Eitt stærsta mót vetrarins, Alimótið, fór fram helgina 19.-21. janúar. Þar komu saman um 700 knattspyrnudrengir frá 8 félögum í 5. Flokki karla í Fífuna, heimkynni Breiðabliks í Kópavogi. Spilaðir voru 250 leikir á 4 völlum alla helgina. Það má Gera má ráð fyrir að í heildina hafi um 3.000 manns heimsótt mótið og var […]

Góður vinnufundur knattspyrnuþjálfara í nóvember

Þann 15. nóvember sl. fór fram vinnufundur knattspyrnuþjálfara hjá Breiðabliki en slíkir fundir eru haldnir 3-4 sinnum á ári. Í þetta skiptið var fjölbreytt dagskrá þar sem nýjir þjálfarar meistaraflokksliðanna, Halldór Árnason og Nik Chamberlain byrjuðu á að kynna sínar áherslur og leikfræði fyrir þjálfurum yngri flokkanna. Halldór fór m.a. yfir hvernig þeir hafa verið […]

,

Viðburðaríkt fótboltasumar yngri flokka

Nú í byrjun októbermánaðar lauk formlega fótboltasumrinu 2023 í yngri flokkum Breiðabliks þegar 2. flokkur karla og kvenna spiluðu sína seinustu leiki í Íslandsmótinu. Alls léku lið Breiðabliks 872 leiki í Íslandsmótum og bikarkeppnum frá meistaraflokkum niður í 5. flokk karla og kvenna. Er það aukning um rúmlega 200 leiki frá árinu 2022 og stafar […]