Mánudaginn 12. febrúar hélt Breiðablik uppá 68 ára afmæli félagsins. Í tilefni dagsins var slegið til veislu þar sem gestum og gangandi var boðið upp á afmælisköku, svala og rjúkandi heitt kaffi í Smáranum.

Það voru Morgunhanar Breiðabliks sem sáu til þess að enginn færi svangur heim úr afmælisveislunni. Breiðablik þakkar öllum þeim sem lögðu leið sína í Smárann og héldu uppá daginn með okkur

.