Símamótið 2019 – Skráning hafin

Símamótið verður haldið á félagssvæði Breiðabliks í Kópavogi dagana 11.-14. júlí 2019. Mótið er fyrir 5., 6. og 7. flokk kvenna. Dagskráin hefst með skrúðgöngu fimmtudagskvöldið 12. júlí kl. 19.30 og keppni hefst að morgni föstudags. Mótsslit verða síðdegis sunnudaginn 14. júlí.

Allir leikir mótsins fara fram á völlum á félagssvæði Breiðabliks, bæði grasvöllum og aðalvellinum úti og í Fífunni. Leikið verður skv. reglum KSÍ um minni knattspyrnu ásamt sérreglum Símamótsins. Í 5. Flokki er leikinn 7 manna bolti en 6. og 7. flokki 5 manna bolta. Allir þátttakendur fá viðurkenningarpeninga auk þess sem veittir eru bikarar fyrir efstu sæti í einstökum riðlum.

Lokadagur skráningar er 1.maí og eindagi þátttökugjalds er 1. júní. Athugið að gjöldin í ár eru þau sömu og  í fyrra. Hins vegar hækka gjöldin ef greitt er eftir 1.júní.

Undanfarin ár hefur verið umframeftirspurn eftir plássi á mótinu og hvetjum við því alla til að bregðast skjótt við og skrá sín lið til þáttöku sem fyrst.

Gjöld vegna mótsins skiptast í staðfestingargjöld vegna þátttöku og gistingar hvers liðs, og gjöld vegna þátttöku og gistingar á hvern þátttakanda.

Þátttökugjald (Ókeypis er fyrir þjálfarar og fararstjórar)

Þátttökugjald er 9.000 kr. á hvern leikmann. Innifalið í því er keppnisgjald, glæsileg gjöf frá Símanum, sundmiði og skemmtidagskrá. Eindagi þátttökugjalds er 1.júní, eftir það hækkar gjaldið í 10.000kr pr. Iðkanda.

Gisting (einn liðsstjóri fylgir hverju liði og er innifalinn í staðfestingargjaldi)

Gjald fyrir fæði og gistingu er 7.200 kr. Innifalið í því er gisting í svefnpokaplássi í skólastofu, morgunmatur (fös., lau. og sun.) og kvöldmatur (fim. og fös. og grill á laugardegi.).

Staðfestingargjald fyrir þátttöku er 10.000 kr. á hvert lið (ef a og b lið þá 20.000 kr. o.s.frv.) og gengur gjaldið EKKI upp í þátttökugjöld leikmanna. Eindagi þátttökugjalds er 1.júní, eftir það hækkar gjaldið í 12.000 kr pr. lið.

Staðfestingargjald fyrir gistingu er 10.000 kr. á hvert lið (ef a og b lið þá 20.000 kr. o.s.frv.) og gengur gjaldið EKKI upp í gistigjald leikmanna, en einn liðstjóri fylgir með staðfestingargjaldi hvers liðs eins og áður segir.

Leggja skal inn á reikning 0130-26-410047 knattspyrnudeild Breiðabliks kt. 410284-1389 og þarf að ganga frá greiðslu í síðasta lagi 1. júní. Staðfestingargjald fæst ekki endurgreitt. Lið sem skráð eru eftir 1. júní fara á biðlista og EKKI er hægt að tryggja að þau komist að.

Greiða þarf þátttökugjaldið og gjald fyrir fæði og gistingu í síðasta lagi 1.júní 2019.

Athugið að mótið takmarkast við ákveðinn fjölda liða og ef takmarka þarf fjölda liða gildir greiðsludagsetning staðfestingargjalds.

Nauðsynlegt er að senda kvittun í tölvupósti á simamotid@breidablik.is.

Skráning 

Vinsamlegast sendið okkur tölvupóst, simamotid@breidablik.is, og við sendum ykkur skráningarform sem fyllt er rafrænt. Best er að einn aðili innan félagsins taki að sér að skrá fyrir alla flokka.

Við skráningu þarf að hafa eftirfarandi upplýsingar við höndina:

Nafn, netfang og símanúmer þjálfara sem og tengiliðs/umsjónarmanns flokks. Upplýsingar um fjölda liða í hverjum flokki og mat um styrkleikaröðun.

Nánari upplýsingar: simamotid@breidablik.is

http://simamotid.is/

Nánari dagsskrá auglýst síðar.

Kveðja frá mótsstjórn.