Rannveig Anna Guicharnaud, formaður Þríþrautardeildar Breiðabliks, hefur óskað eftir því að fá að stíga til hliðar sem formaður deildarinnar en hún hefur gegnt formennsku síðan 2017. Ástæða þess að Rannveig lætur að starfi sem formaður eru vinnutengdar og óskum við henni til hamingju með nýtt starf. Varaformaður, Margrét J. Magnúsdóttir, tekur við formennsku þríþrautardeildarinnar fram að næsta aðalfundi. Við, í stjórn Þríþrautardeildar Breiðabliks, óskum Rannveigu velfarnaðar í framtíðinni og þökkum henni fyrir metnaðarfullt starf í þágu deildarinnar og frábært samstarf í gegnum árin.