Sumardagskrá Breiðabliks hefst á næstu dögum um leið og skólarnir renna sitt skeið.

 

Sumarnámskeiðin hefjast til að mynda í komandi viku og getum við lofað miklu fjöri þar.

Undirbúningur námskeiðanna hefur staðið yfir í margar vikur og þar fer fremstur í flokki Jón Reynir Reynisson, nýr yfirmaður námskeiðanna.

 

Breiðablik býður upp á mörg fjölbreytt og skemmtileg námskeið.

Námskeiðin verða annarsvegar staðsett í Smáranum og hinsvegar í Fagralundi.

 

Fyrstu námskeiðin hefjast strax á morgun, mánudaginn 7. júní.

Nánari upplýsingar má sjá með því að smella hér.

 

Hér verður svo sannarlega stuð og stemmning í allt sumar.

 

Í lokin má þess geta að sumaræfingarnar í fótboltanum hefjast í þarnæstu viku, mánudaginn 14. júní.