Breiðablik Íslandsmeistari félagsliða í frjálsum íþróttum 16-17 ára 2021

Nú um helgina 3-4 júlí, fór fram Meistaramót Íslands 15-22 ára á Selfossi.

Breiðablik mætti þar með stóran hóp keppenda sem stóð sig með mikilli prýði og var félaginu sínu til sóma innan vallar sem utan.

16-17 ára hópurinn okkar bar af bæði hjá stelpum og strákum og stóðu þau uppi sem sigurvegarar í stigakeppni félaganna.

Í heildarkeppninni endaði Breiðablik í fjórða sæti en þess má geta að nokkrir af eldri keppendum flokksins voru fjarverandi, ýmist vegna meiðsli eða sökum móta á erlendri grundu.

 

Mótið í tölum:

14 Gull, 17 Silfur, 7 Brons.

Samtals 38 verðlaun og 50 einstaklings bætingar.

 

Áfram Blikar!