Okkar eini sanni og allra besti Magnús Jakobsson var á dögunum kjörinn heiðursfélagi ÍSÍ en viðurkenningin var veitt á 76. Íþróttaþingi sambandsins og var Magnús heiðraður ásamt sex öðrum. Nýkjörnu heiðursfélagarnir hafa öll skilað framúrskarandi starfi í þágu íþrótta og hlotið Heiðurskross ÍSÍ, æðstu heiðursviðurkenningu ÍSÍ. Við óskum Magnúsi innilega til hamingju með enn eina rósina í hnappagatið og erum þakklát fyrir allt sem hann hefur gert fyrir Frjálsíþróttadeild Breiðabliks og frjálsar íþróttir á landinu öllu.

 

Frétt um nýkjörna heiðursfélaga ÍSÍ:

https://isi.is/frettir/frett/2023/05/05/Nyir-Heidursfelagir-ISI-kjornir-a-76.-Ithrottathingi/?fbclid=IwAR19wQLHDyTUuFMxuk4_Ob_nq7ucoT6CRY-2thW6p4K3xFuIQe5x9Vt9Xwo