Við náðum í skottið á okkar manni, Arnari Péturssyni, en hann hafnaði í 5. sæti í 10.000 m hlaupi karla á tímanum 31:22;41. Heimamaðurinn Jordan Gusman vann hlaupið á 29:37;96 og bætti 36 ára gamalt mótsmet um rúmar sex sekúndur. Næsta verkefni hjá Arnari er Heimsmeistaramótið í utanvegahlaupum sem fram fer í Austurríki 8. júní en þar bíður hans 45 km hlaup og 3200 m hækkun.