Entries by

Opin kynning á afrekssviði Menntaskólans í Kópavogi

Menntaskólinn í Kópavogi býður nemendum og foreldrum að koma á kynningu á nýstofnuðu afrekssviði skólans. Markmiðið með sviðinu er að bjóða nemendum skólans sem stunda keppnisíþróttir vettvang til að stunda þær samhliða námi. Farið verður yfir uppbyggingu námsins og inntökuskilyrði ásamt því að svara spurningum viðstaddra. Kynningin verður miðvikudaginn 8. maí kl. 8.00 á annarri […]

Sumarnámskeið Sunddeildar

Við opnum fyrir skráningu á sumarnámskeið í sundi 2.maí n.k. ** Sunddeild Breiðabliks býður í sumar uppá sundnámskeið í júní og júlí. Líkt og áður sjá reyndir og traustir kennarar um kennsluna, ásamt aðstoðarfólki frá vinnuskólanum. Aðstoðarfólkið fylgir börnunum í gegnum búnings- og baðklefa. Fyrsta sundnámskeiðið hefst 11. júní og það síðasta 19. júlí. Tekið […]

Breiðablik á sterkt mót fyrir U14 stúlkur í Svíþjóð

Breiðablik hefur þegið boð um að taka þátt í Lennart Johansson Academy Trophy 2019 í Solna í Svíðþjóð dagana 23.-26. maí. Mótið er eitt frægasta knattspyrnumót yngri flokka í Evrópu og mikill heiður fyrir Breiðablik að fá boð um að senda lið til þátttöku. Um er að ræða sterkt mót fyrir stúlkur og drengi í […]

Fimmtudaginn 11. apríl gerðu Menntaskólinn í Kópavogi og íþróttafélögin Breiðablik, Gerpla og HK með sér samstarfssamning um afrekssvið íþrótta  við skólann. Undirritun fór fram í Menntaskólanum í Kópavogi. Markmið afrekssviðsins er að bjóða nemendum skólans sem stunda íþróttir í félögum innan raða ÍSÍ vettvang til að stunda þær samhliða námi. Námið er kröfuhart en býður […]

Breiðablik og Dekkjahúsið framlengja samstarf – Afsláttur til Blika

Dekkjahúsið og Knattspyrnudeild Breiðabliks hafa framlengt samstarfsmanning sinn til næstu þriggja ára. Dekkjahúsið hefur til fjölda ára verið dyggur stuðningsaðili Knattspyrnudeildarinnar og hefur samstarfið gefið góða raun. Í ljósi áframhaldandi samstarfs ætlar Dekkjahúsið að bjóða Blikum 15% afslátt af hjólbarðaþjónustu gegn framvísun Blikaklúbbskorta, árskorta eða með því að sýna í Sportabler að forráðamaður eigi iðkenda […]

Aðalfundur Breiðabliks 2. maí í Smáranum

Aðalfundur Breiðabliks verður haldinn fimmtudaginn 2. maí n.k. kl. 17:30 í veitingasal félagsins í Smáranum. Dagskrá: 1. Kosning fundarstjóra, ritara og kjörbréfanefndar 2. Formaður leggur fram skýrslu aðalstjórnar 3. Kjörbréfanefnd skilar áliti sínu 4. Endurskoðaður ársreikningur lagður fram til samþykktar 5. Kosning um lagabreytingar 6. Kosning formanns 7. Kosning sex stjórnarmanna 8. Kosning löggilts endurskoðanda […]

Guðjón Pétur Lýðsson aftur í Breiðablik

Þau ánægjulegu tíðindi voru að berast að miðjumaðurinn snjalli Guðjón Pétur Lýðsson mun ganga til liðs við Blikaliðið á nýjan leik. Hann skipti yfir í KA í haust frá Val en vegna fjölskylduaðstæðna náðu Akureyringar og Guðjón Pétur samkomulagi að rifta samningnum. KA-menn hafa samþykkt tilboð Blika í þennan snjalla knattspyrnumann þannig að við fáum […]