Entries by

Aðalfundur Breiðabliks fór fram í troðfullum Smáranum

Aðalfundur Breiðabliks fór fram í kvöld, þriðjudaginn 14.maí, í troðfullum Smáranum. Veislusalur félagsins sem hýsti fundinn var reyndar ekki alveg troðfullur en öll önnur rými í Smáranum voru það enda hófst 2000 manna oddaleikur Grindavíkur og Keflavíkur í undanúrslitum íslandsmótsins í körfubolta karlamegin stuttu seinna. Það er skemmst frá því að segja að vinir okkar […]

Tveir Blikar í landsliðsvali fyrir Norðurlandameistaramót í frjálsum

Landsliðsval fyrir Norðurlandameistaramótið í Malmö hefur verið tilkynnt og það gleður okkur að segja frá því að Breiðablik á tvær frjálsíþróttakonur í liðinu. Frjálsíþróttasamband Íslands og íþrótta- og afreksnefnd hafa valið þær Birnu Kristínu Kristjánsdóttur og Júlíu Kristínu Jóhannesdóttur til þátttöku á mótinu en Birna keppir í langstökki og Júlía í 100 m grindahlaupi. Íslenski […]

Sumarið byrjar vel hjá Arnari Péturssyni

Sumarhlaupin eru farin af stað og óhætt að segja að sumarið byrji vel hjá Blikanum Arnari Péturssyni en hann kom fyrstur í mark í tveimur hlaupum á tæpri viku. Arnar sigraði Puffin Run í Vestmannaeyjum á tímanum 1:17:13 en um er að ræða 20 km hlaup hringinn í kringum eyjuna fögru og gerði sér svo […]

Kópavogsþrautin 12.maí

Á sunnudaginn fer fram hin árlega Kópavogsþraut og eru um 120 keppendur skráðir til leiks sem er nánast tvöföldun frá því í fyrra! Við hvetjum alla til þess að kíkja í stemmninguna á Rútstúni og fylgjast með þessari skemmtilegu keppni. Allir keppendur byrja á 400m sundi í Kópavogslaug, svo tekur við 10,5 km hjól og […]

Eysteinn kveður Breiðablik

Eysteinn Pétur Lárusson hefur óskað eftir að láta af störfum sem framkvæmdastjóri Breiðabliks. Hann hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri KSÍ. Eysteinn hefur starfað hjá Breiðablik í rúm 10 ár sem framkvæmdastjóri, fyrst knattspyrnudeildar og svo sem framkvæmdastjóri félagsins í heild. Eysteinn hefur unnið þrekvirki fyrir Breiðablik og átt ríkan þátt í því að byggja upp Breiðablik […]

Aðalfundur frjálsíþróttadeildar fór vel fram

Aðalfundur frjálsíþróttadeildar Breiðabliks var haldinn fimmtudaginn 11. apríl í veislusal Breiðabliks í Smáranum. Á fundinum var árskýrsla síðasta árs kynnt fyrir fundargestum, ársreikningur lagður fram og samþykktur og að endingu var kosið í nýja stjórn. Einn stjórnarmaður lét af störfum á fundinum, Steinþór Einarsson og stjórnarmaðurinn Bergþóra Guðjónsdóttir, færði sig yfir í varastjórn. Áslaug Pálsdóttir […]

Aðalfundur karatedeildar 15.apríl

Aðalfundur karatedeildar Breiðabliks fer fram fimmtudaginn 15. apríl klukkan 18:00 í veislusal Smárans. Á dagskrá eru hefðbundin fundarstörf. Allir sem hafa áhuga á uppgangi deildarinnar eru hvattir til að mæta.

Breiðablik valið lið ársins á ársþingi UMSK

100. héraðsþing UMSK var haldið með pomp og prakt síðastliðinn fimmtudag í hátíðarsal Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Hæst ber að nefna að meistaraflokkslið Breiðabliks í knattspyrnu karlamegin var valið lið ársins en strákarnir náðu m.a. sögulegum árangri í evrópukeppni á síðasta tímabili. Þess ber einnig að geta að hinir miklu Blikar, Ólafur Björnsson og Geirlaug […]