Entries by

Sagan skrifuð í Víkinni

Á sunnudagskvöldið fór fram lokaleikur Íslandsmótsins í fótbolta karlamegin þegar að Víkingur tók á móti Breiðablik fyrir framan uppseldan Fossvogsvöll. Var þetta í fyrsta sinn í núverandi keppnisfyrirkomulagi sem að lokaleikur mótsins er algjör úrslitaleikur og einungis í þriðja sinn á síðasta aldarfjórðungi. Liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn en þar sem að Víkingur […]

Breiðablik Íslandsmeistari 2024!

Stelpurnar okkar urðu í dag Íslandsmeistarar í fótbolta eftir æsispennandi lokaleik á Hlíðarenda! Fyrir leikinn voru stelpurnar efstar í deildinni með einu stigi meira en Valur og því um hreinan úrslitaleik að ræða. 0-0 jafntefli varð niðurstaðan sem dugði Blikunum og brutust út gífurleg fagnaðarlæti þegar lokaflautið gall. Stelpurnar fengu ekki bara flest stig í […]

Kveðja frá Breiðablik – Svanfríður María Guðjónsdóttir

Kveðja frá Breiðablik – Svanfríður María Guðjónsdóttir Heiðursblikinn Svanfríður María Guðjónsdóttir lést þann 13. september síðastliðinn. Svanfríður var frumkvöðull í knattspyrnu kvenna og vann ötullega að uppbygginu hennar innan bæði Breiðabliks og KSÍ. Var hún fyrst kvenna kjörin í stjórn KSÍ. Til marks um áhrif hennar innan knattspyrnuhreyfingarinnar var árið 2023 ákveðið að nefna bikarinn […]

Eysteinn Pétur Lárusson er Gullbliki

Fráfarandi framkvæmdastjóri Breiðabliks var síðastliðinn föstudag sæmdur Gullmerki Breiðabliks. Eysteinn kom fyrst til starfa sem framkvæmdastjóri Knattspyrnudeildar árið 2013 og var svo ráðinn framkvæmdastjóri félagsins í heild árið 2017. Á þeim tíma sem Eysteinn starfaði hjá Breiðablik fjölgaði iðkendum um 70%, félagið hefur styrkst og eflst og góður árangur hefur náðst innan sem utan vallar. […]

Bryndís Klara jarðsungin í dag

Í dag var Bryndís Klara Birgisdóttir jarðsungin frá Hallgrímskirkju. Hún æfði um tíma knattspyrnu með Breiðablik og erum við harmi slegin yfir fráfalli hennar. Hugur okkar er hjá fjölskyldu og vinum Bryndísar Klöru og þeim sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur. Við hvetjum allt okkar félagsfólk að heiðra minningu hennar, kveikja á kertum og leggja minningarsjóði […]

Tvöföld bikarveisla á Kópavogsvelli

Laugardaginn 17. ágúst fóru Bikarkeppnir FRÍ fram á Kópavogsvelli og var bæði keppt í flokki 15 ára og yngri og fullorðinna. Keppnin fór vel fram og sérstaklega gaman að sjá hve mörg lið voru mætt til leiks í ár. Aðalheiður María Vigfúsdóttir, Silfurbliki með meiru, þríbætti Íslandmetið sitt í sleggjukasti í flokki öldunga 40-44 ára […]

Alexander vann brons á Norðurlandamótinu

Norðurlandamótið í frjálsum íþróttum fatlaðra fór fram í Bollnas í Svíþjóð dagana 9.-11. ágúst en þangað mættu 12 íslenskir keppendur til leiks og er gaman að segja frá því að í þeim hópi var Blikinn okkar Alexander Már Bjarnþórsson. Alexander Már keppti í 100 og 200 m hlaupi á mótinu og gerði sér lítið fyrir […]

Leikfimi með Jóni Sævari hefst á ný

Leikfimi eldri borgara með Jóni Sævari fer aftur af stað á morgun, mánudaginn 2. september. Æfingarnar verða á sömu tímum og undanfarið árið, á mánudögum og fimmtudögum kl 10:00 í Smáranum/Fífunni (Dalsmára 5).

Vetrarstarfið fer á fullt

Þessa dagana er verið að fínpússa vetrarstarf félagsins. Einhverjar deildir eru nú þegar farnar af stað en flestar fara af stað í næsta mánuði. Smellið hér til að sjá stöðuna í hverri deild. Athugið líka að starfið kann að raskast í september sökum mikilla framkvæmda á svæðinu og stórra viðburða. Fífan verður t.a.m. lokuð 4.-23.september […]