Entries by

,

Breiðablik skiptir yfir í XPS(Sideline)

Eftirfarandi myndband sýnir hvernig sækja skal forritið: https://www.youtube.com/watch?v=5CfgjZPgYlM&list=PLV4bmzPsFTOv4SwrFoSnduIfadWnLqAbi Hér er svo frekara kennsluefni á heimasíðunni þeirra: https://xps.sidelinesports.com/is/tutorials-athlete-family Um mánaðarmótin sept/okt mun félagið færa allar sínar skráningar/greiðslur/æfingauppfærslur/skilaboðasendingar og annað yfir í XPS(Sideline). XPS þekkja flestir þjálfarar landsins og einnig margir iðkendur enda var forritið/kerfið stofnað á Íslandi fyrir heilum 22 árum síðan(2001). Í dag er kerfið […]

Hákon Sverrisson fimmtugur

StórBlikinn og öðlingurinn Hákon Sverrisson fagnar nú 50 ára afmæli. Saga Hákonar er  tengd órjúfanlegum böndum þróun Breiðabliks.   (Foreldrar hans, Sverrir Davíð Hauksson og Birna Guðmundsdóttir, hafa verið mjög virk í starfi félagsins í áratugi. Sverrir pabbi hans var meðal annars formaður knattspyrnudeildar og Birna mamma hans formaður kvenfélags Breiðabliks.)   Það kom því […]

Æfingatafla vetursins er lent

Æfingatafla Frjálsíþróttadeildar Breiðabliks fyrir komandi frjálsíþróttavetur sýnir æfingatíma allra flokka frá 1. bekk til meistaraflokks. Við hlökkum til samstarfsins í vetur og minnum á að æfingar hefjast mánudaginn 4. september.

Vetrarstarfið rúllar af stað

Eftir stórkostlegt sumarveður síðustu tvo mánuði er kominn tími á að vetraræfingatöflurnar taki aftur gildi. Körfuknattleiksdeild félagsins ríður á vaðið í dag(28.ágúst) með glænýrri æfingatöflu. Í næstu viku(4.sept) hefst svo vetrarstarf frjálsíþrótta- og knattspyrnudeildar(6.-8.fl). Flokkaskipti 5.-2.fl í fótboltanum taka reyndar aðeins lengri tíma. Rafíþróttadeildin hefur leik í þarnæstu viku(11.sept) og svo aðrar deildir í kjölfarið. […]

Blikar – unglingalandsmót

Unglingalandsmót UMFÍ fer fram á Sauðárkróki nú um verslunarmannahelgina og er gaman að segja frá því að stór og flottur Blikahópur er á staðnum. Blikarnir keppa undir merkjum UMSK og er óhætt að segja að um sannkallaða fjölskylduhátíð sé að ræða. Börn og ungmenni á aldrinum 11-18 ára reyna með sér í fjölmörgum íþróttagreinum og […]

Íslandsmeistaratitlaregn á Meistaramóti Íslands

Sindri okkar Magnússon varð Íslandsmeistari í stangarstökki þegar hann gerði sér lítið fyrir og stökk 4,32 m sem er jafnframt persónulegt met hjá okkar manni. Sindri er í hópi 14 Blika sem skráðir eru til leiks á Meistaramóti Íslands, sem fram á ÍR vellinum nú um helgina, en óhætt er að segja að um sé […]

NM U20 2023

Norðurlandameistaramót U20 ára fer fram nú um helgina og er keppnin haldin í Osló í Noregi. Ísland teflir fram sameiginlegu liði með Danmörku gegn liðum frá Finnlandi, Svíþjóð og Noregi. Í öllum greinum keppa tveir einstaklingar frá hverri þjóð og er um að ræða stigakeppni í stúlkna- og piltaflokki til viðbótar við heildarstigakeppni. 12 keppendur […]

Arnar Pétursson – Íslandsmeistari í hálfu maraþoni

** Arnar okkar Pétursson – Íslandsmeistari í hálfu maraþoni ** Hið árlega Akureyrarhlaup fór fram 6. júlí sl. þar sem keppt var í þremur vegalengdum en hálfmaraþonið er jafnframt Íslandsmeistaramót í þeirri vegalengd. Skemmst er frá því að segja að Arnar okkar Pétursson kom fyrstur í mark í hálfu maraþoni á tímanum 1:08:22 og bætti […]