Entries by

Aðalfundur frjálsíþróttadeildar Breiðabliks 3.apríl

Stjórn frjálsíþróttadeildar Breiðabliks boðar til aðalfundar fimmtudaginn 3. apríl 2025. Fundurinn verður haldinn í veislusalnum á annarri hæð í Smáranum og hefst kl. 20:00. Dagskrá: Hefðbundin aðalfundarstörf Kosning stjórnar Umræður og önnur mál Við leitum að þremur nýjum stjórnarmeðlimum og hvetjum áhugasama til að hafa samband við Helgu Elísu í stjórn á netfangið helgaeth@gmail.com fyrir […]

Blikar á bikar – takk fyrir okkur

Bikarkeppnir FRÍ eru án efa einn af hápunktum innanhússtímabilsins í frjálsíþróttum og að þessu sinni fóru bikarkeppnir fullorðinna og 15 ára og yngri fram í Kaplakrika laugardaginn 1. mars sl. 10 lið voru skráð til leiks í Bikarkeppni FRÍ og 11 lið í Bikarkeppni 15 ára og yngri. Fyrir þau sem ekki þekkja til eru […]

Kvennakvöld KND 15.mars

Núna á laugardaginn 15.mars fer fram hið glæsilega konukvöld knattspyrnudeildar ásamt árgangamótinu sívinsæla. Dagurinn byrjar á árgangamótinu sem stendur yfir klukkan 12:00-15:00 í Fífunni þar sem glæsilegir vinningar eru undir. Kvennakvöldið fer svo fram í Smáranum þar sem að veislustjóri verður Birna Rún, Tómas Helgi trúbador mætir, auðvitað verður Happy Hour, glæsilegt happdrætti með frábærum […]

,

Allir með – fótbolti

Núna á sunnudaginn hefjast fótboltaæfingar hjá Breiðablik fyrir börn með stuðningsþarfir. Æft verður klukkan 10-11 alla sunnudaga í Fífunni á fjærhelmingi vallarins. Öllum er velkomið að mæta og prófa – aðalmarkmiðið á þessum æfingum verður ávallt að hafa gaman og njóta sín. Endilega látið orðið berast til allra sem gætu haft áhuga. Nánari upplýsingar veitir […]

Frjálsíþróttaveisla á MÍ og ÍF

Meistaramót Íslands er án efa einn af hápunktum innanhússtímabilsins í frjálsíþróttum og var blásið til mikillar veislu í Laugardalshöllinni helgina, 22.-23. febrúar þegar mótið fór fram. Til að toppa veisluna var Íslandsmót fatlaðra haldið á sama tíma og var margt af okkar allra besta frjálsíþróttafólki mætt á völlinn til að keppa í sínum greinum á […]

Skráningin er hafin!

Skráningin á Símamótið 2025 er hafin. Smellið hér til þess að opna skráningarhlekkinn. Hlökkum til að sjá ykkur í Kópavogi 10.-13.júlí.  

Blikar unnu fjóra titla á Norðurlandameistaramóti í eldri aldursflokkum

Á sama tíma og unga fólkið okkar keppti á MÍ 15-22 ára héldu reynsluboltarnir okkar til Osló þar sem Norðurlandameistaramót í eldri aldursflokkum var haldið. Íslenski hópurinn gerði gott mót og um sannkallað medalíuregn var að ræða alla helgina. Blikarnir áttu náðu frábærum árangri og má þar helst nefna þessi afrek. Bergur Hallgrímsson varð tvöfaldur […]

Blikar brillera á MÍ 15-22 ára í frjálsum

Meistaramót Íslands 15-22 ára innanhúss fór fram í Laugardalshöll 15.-16. febrúar en 20 félög um land allt áttu rúmlega 260 fulltrúa á mótinu og taldi Blikahópurinn 19 manns. Árangurinn lét ekki á sér standa og alls voru sett 10 mótsmet og rétt tæplega 350 persónulegar bætingar en af þeim átti okkar hópur rúmlega 30 persónuleg […]

Afmæliskveðja frá formanni Breiðabliks

Kæru félagsmenn Breiðabliks, Breiðablik fagnar 75 ára afmæli í dag. Þeim framtakssömu einstaklingum sem stofnuðu félagið hefur án efa ekki órað fyrir því hvað þetta litla ungmennafélag í litlu en vaxandi bæjarfélagi gæti vaxið mikið og dafnað á þessum 75 árum. Breiðablik hefur vaxið og dafnað bæði á íþróttasviðinu og sem samfélag. Núna stunda um […]