Entries by

Jólakveðja Breiðabliks

Breiðablik óskar öllum iðkendum, forráðamönnum, stuðningsfólki, samstarfsaðilum og öðrum velunnurum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.  Megi þið njóta hátíðanna sem allra best. 

Engin áramótabrenna í Kópavogsdal

Engin brenna verður í Kópavogsdal á gamlárskvöld. Brennan var síðast haldin árið 2019 en féll niður 2020 og 2021 vegna samkomutakmarkana. Brennan hefur verið samstarfsverkefni Breiðabliks og Kópavogsbæjar. Kópavogsbær hefur tekið þátt í undirbúningi, sótt efni í brennuna, hlaðið hana og vaktað fram að gamlársdegi en Breiðablik séð um brennuna og viðburðarhald um kvöldið. Kópavogsdalur […]

Starfsmannabreytingar hjá Breiðablik

Friðdóra Kristinsdóttir hefur verið ráðinn markaðs- og viðburðarstjóri Breiðabliks. Þar mun hún starfa náið með Kristjáni Inga hjá Tekt og hans teymi en Tekt hefur aðstoðað félagið við markaðs- og viðburðarhald undanfarna mánuði. Friðdóra gegndi stöðu rekstrarstjóra hjá félaginu. Við starfinu hennar tekur Kristján Jónatansson og er hann nýr rekstrarstjóri Breiðabliks. Kristján er okkur Blikum […]

Íslensk knattspyrna 2022 – Sérútgáfa (Blikakápa)

Hafinn er sala á bókinni Íslensk Knattspyrna eftir Víði Sigurðsson. Kápan er sérgerð fyrir Breiðablik og tilvalin í jólapakkann fyrir alla Blika. Verð 7990 kr með áritun Verð 6990 kr án áritunar Athugið að takmarkað magn er í boði, bæði er hægt að fá hana áritaða eða án áritunar. Bókin verður til afhendingar frá 19. […]

Jólahappdrætti Breiðabliks

Hvað hringir betur inn jólin en okkar árlega happdrætti? Verðmæti vinninganna hefur aldrei verið meira!   Miðasalan hófst í dag og stendur til 10. janúar.  Vinsamlegast takið vel á móti söluaðilunum sem eru iðkendur félagsins. 

Siggi Hlíðar kveður Breiðablik

Sigurður Hlíðar lét af störfum í dag hjá Breiðabliki en hann hefur starfað sem deildarstjóri hjá knattspyrnudeild Breiðabliks undanfarin 8 ár. Siggi Hlíðar eins og hann er iðulega kallaður hefur átt stóran þátt í uppbyggingu og velgengni knattspyrnudeildar Breiðabliks undanfarin ár. Í gær var haldið kveðjuhóf honum til heiðurs þar sem stjórnarfólk, starfsmenn (núverandi og […]

Nýr búningur í sölu 12.des

Við erum sérstaklega stolt af því að kynna nýjan Nike búning sem allir Blikar munu keppa í. Græni liturinn fékk að sjálfsögðu að vera í aðalhlutverki. Við erum spennt fyrir komandi tímum með Nike. Nýja treyjan fer í sölu hjá H verslun þann 12. Desember. Hér má sjá kynningarmyndband búningsins.  

Ásgeir Baldurs er Gullbliki

Formaður Breiðabliks, Ásgeir Baldurs, var um síðustu helgi sæmdur Gullmerki félagsins. Tilefnið var heldur betur ekki amalegt en um var að ræða fimmtugsafmæli kappans. Ásgeir er borinn og barnfæddur Breiðabliksmaður sem sleit fyrstu takkaskónum sínum á Vallargerðisvellinum og spilaði í grænu allan sinn feril. Breiðablik óskar Ásgeiri innilega til hamingju með viðurkenninguna og ekki síður […]

Alli Jóns 60 ára

Aðalsteinn Jónsson, eða “Alli” eins og hann er oftast kallaður, fagnaði ekki bara einum heldur tveimur stórum áföngum um nýliðna helgi. Ásamt því að verða 60 ára á sunnudaginn þá voru einnig liðin 30 ár frá því að hann hóf störf sem einn af stjórnendum Íþróttaskóla Breiðabliks. Á nánast hverjum einasta laugardagsmorgni síðan 1992 hefur […]