Entries by

Aðalfundur skíðadeildar 13. apríl

Aðalfundur skíðadeildar Breiðabliks fer fram fimmtuudaginn 13. apríl kl 19:30 í glersal Stúkunnar. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Allir sem hafa áhuga á starfi deildarinnar eru hvattir til þess að mæta.

Aðalfundur karatedeildar 13. apríl

Aðalfundur karatedeildar Breiðabliks fer fram fimmtudaginn 13. apríl klukkan 17:00 í veislusal Smárans. Á dagskrá eru hefðbundin fundarstörf. Endilega mætum sem flest því að mörg sjónarmið eru oftast af hinu góða.

Aðalfundur kraftlyftingardeildar 12.apríl

Stjórn kraftlyftingadeildar Breiðabliks boðar til aðalfundar kraftlyftingadeildar Breiðabliks kl. 19:30 miðvikudaginn 12. apríl. Fundurinn verður haldinn í Glersal stúkunnar við Kópavogsvöll. Dagskrá Framkvæmd og dagskrá fundarins er skv. lögum Breiðabliks og er svohljóðandi: Kosning fundarstjóra og ritara Formaður leggur fram skýrslu deildar Endurskoðaður ársreikningur lagður fram til samþykktar Kosning formanns Kosning stjórnarmanna Umræða um málefni […]

Heimir sæmdur silfurmerki KKÍ

Ársþing KKÍ fór fram í Laugardalnum um helgina og fer af því ágætis orð. Eins og áður þá voru hin ýmsu mál rædd, jafnt stór sem smá. 21 þingtillaga var tekin fyrir og nokkrar breytingartillögur voru samþykktar. Þingið var einnig nýtt til þess að heiðra 18 einstaklinga sem unnið hafa framúrskarandi og óeigingjarnt starf í […]

Aðalfundur sunddeildar 11.apríl

Aðalfundur Sunddeildar Breiðabliks verður haldinn þriðjudaginn 11/4 klukkan 18:00 í veislusalnum í Smáranum. Farið verður yfir starfsárið og stöðu starfseminnar og stjórn og formaður kosin. Nánar um aðalfund má lesa í 8. Gr laga Breiðabliks sem má finna á heimasíðunni. Við hvetjum alla sem vilja kynna sér starfsemina betur, eða vilja með einum eða öðrum […]

Aðalfundur rafíþróttadeildar 13. apríl

Aðalfundur Rafíþróttadeildar Breiðabliks fer fram fimmtudaginn 13. apríl kl 18:00 í veislusal Smárans. Dagskrá fundar: Kosning fundarstjóra og ritara Formaður leggur fram skýrslu deildar Ársreikningur staðfestur af skoðunarmönnum lagður fram til samþykktar Kosning formanns Kosning stjórnarmanna Umræða um málefni deildar og önnur mál Fjölmennum á fundinn, tökum þátt í að móta framtíð deildarinnar og höldum […]

Vignir Vatnar stórmeistari í skák

Ungi skáksnillingurinn Vignir Vatnar Stefánsson er nýjasti stórmeistari Íslands í skák! Hann lauk rétt í þessu þátttöku á alþjóðlegu skákmóti í Arandjelovac í Serbíu þar sem árangur Vignis samsvaraði 2608 skákstigum. Hann lagði gríska alþjóðlega meistarann Dimitris Alexakis í lokaumferð mótsins til að tryggja sér þriðja stórmeistaraáfangann en Vignir hefur áður náð 2500 Elo stigum […]