Entries by

Aðalfundur kraftlyftingadeildar 9.apríl

Stjórn kraftlyftingadeildar Breiðabliks boðar til aðalfundar kraftlyftingadeildar Breiðabliks kl. 19:30 þriðjudaginn 9. apríl. Fundurinn verður haldinn á miðhæð Stúkunnar við Kópavogsvöll. Dagskrá Framkvæmd og dagskrá fundarins er skv. lögum Breiðabliks og er svohljóðandi: Kosning fundarstjóra og ritara Formaður leggur fram skýrslu deildar Endurskoðaður ársreikningur lagður fram til samþykktar Kosning formanns Kosning stjórnarmanna Umræða um málefni […]

Aðalfundur sunddeildar 11.apríl

Aðalfundur Sunddeildar Breiðabliks verður haldinn fimmtudaginn 11.apríl klukkan 18:00 í veislusalnum í Smáranum. Farið verður yfir starfsárið, stöðu starfseminnar ásamt því að stjórn og formaður verða kosin. Nánar um aðalfund má lesa í 8. Gr laga Breiðabliks sem má finna á heimasíðunni. Við hvetjum alla sem vilja kynna sér starfsemina betur, eða vilja með einum […]

Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar 9.apríl

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Breiðabliks boðar til aðalfundar þriðjudaginn 9. Apríl kl. 20:00 í veitingasalnum í Smáranum. Dagskrá: Kosning fundarstjóra og ritara Formaður leggur fram skýrslu deildarinnar Ársreikningur staðfestur af skoðunarmönnum lagður fram til samþykktar Kosning formanns Kosning stjórnarmanna Umræður um málefni deildarinnar og önnur mál Allir félagsmenn körfuknattleiksdeildar, 18 ára og eldri eru kjörgengir og geta […]

Heimsókn frá Planet Youth

Í gær fékk félagið skemmtilega heimsókn frá ráðstefnu á vegum Planet Youth. Planet Youth eru samtök sem sérhæfa sig í íslensku forvarnarstefnunni. Íslenska forvarnarstefnan hefur vakið mikla athygli utan landssteinanna undanfarin ár enda margar þjóðir sem vilja feta í okkar fótspor hvað varðar aukna íþróttaiðkun, hækkun í áfengisaldri og annað slíkt. Reglulega koma erlendir aðilar […]

Fyrsta fréttabréf Breiðabliks komið út

Glænýtt fréttablað Breiðabliks er komið út á rafrænu formi. Stútfullt blað af efni frá flestum deildum félagsins. Stefnt er að útgáfu á 4-6 slíkum blöðum á ári þar sem fjallað er um undanfarnar vikur. Smellið hér til að lesa.

Blikar brillera í fjölþraut

Blikarnir okkar halda áfram að brillera og nú síðast á Meistaramóti Íslands í fjölþrautum. Okkar maður Þorleifur Einar Leifsson gerði sér lítið fyrir og sigraði sjöþraut karla með 5182 stigum og bætti um leið persónulegt met í þrautinni sem var 4667 stig frá MÍ í fjölþrautum í fyrra. Þorleifur var í hörku keppni við Ísak […]

Bergur setti Íslandsmet í 200 m hlaupi

Blikinn Bergur Hallgrímsson gerði sér lítið fyrir og sigraði 200 m hlaup í flokki 40-45 ára á Belgian Masters Championships í gær og sló í leiðinni Íslandsmet í greininni í sama flokki. Bergur hljóp á tímanum 23,55 sek. og bætti þar með met Ólafs Guðmundssonar frá árinu 2010 sem var 24,03 sek. Okkar maður hefur […]

Fimm fulltrúar á ársþingi KSÍ

Ársþing KSÍ var haldið í Úlfarsárdal nú nýliðna helgi. Voru þar til umræðu og afgreiðslu fjölbreyttar tillögur og mál sem varða knattspyrnuna í landinu. Breiðablik og Augnablik eiga samanlagt 5 fulltrúa sem sátu þingið og tóku virkan þátt í þingstörfum. Á þinginu var Þorvaldur Örlygsson kosinn formaður KSÍ til næstu tveggja ára. Knattspyrnudeild Breiðabliks óskar […]