Entries by

Það styttist í 40. Símamótið 2024

Símamótið er rétt handan við hornuð og skipulagning á fullu. Endanleg dagskrá og uppfærð handbók eru komin hér inn á síðuna. Stefnt er að birta leikjaplanið um hádegisbil á miðvikudag. Setningin verður á sínum stað kl. 19:30 á fimmtudaginn. Hlökkum til að taka á móti glöðum stelpum á enn eitt Símamótið með sól í hjarta. […]

,

Háttvísiverðlaun og verðlaunahafar í spurningakeppni

Í viðhenginu hér að neðan má sjá hvaða lið hlutu háttvísiverðlaun KSÍ og Landsbankans ásamt 30 vinningshöfum í spurningakeppninni. Háttvísiverðlaun í 6. og 7.flokki hafa þegar verið afhent en Njarðvík í 5.flokki má sækja sín verðlaun í mótsstjórn í Fagralundi á sunnudag. Verðlaunahafar í spurningarkeppni sækja verðlaun í mótsstjórnir á hvoru vallarsvæði. Háttvísiverðlaun og spurningarkeppni […]

Afslættir fyrirtækja í tengslum við Símamót

Ýmiss fyrirtæki bjóða upp á afslætti í tengslum við Símamótið: BRIKK: 10% afsláttur, Símamótsarmband gildir Forlagið: Sjá nánar á flyer, kóði á flyer Fótboltaland: 60 mín á 1.990 kr. Sjá nánar á flyer Fyrir Ísland: 20% afsláttur af fótboltalandsliðsvarningi með kóða, sjá flyer Icewear: Gjafabréf með mótsgjöf Ísbúð Vesturbæjar: Ávísun á ís með dýfu og kurli […]

,

Spurningakeppni Símamóts

Eins og undanfarin ár er spurningakeppni í gangi á Símamóti.  Hvert lið svarar spurningum og skilar svörum inn rafrænt í gegnum QR kóða. Við höfum hengt QR kóða upp á mismunandi stöðum á mótssvæðunum.  Við alla innganga í Fagralundi, Smáranum og stúkunni. Svörum skal skila fyrir kl. 14 á laugardag.  Veglegir vinningar í boði sem […]

Bílastæðamál

Breiðablik biðlar til mótsgesta að leggja löglega og sýna íbúum í hverfunum tillitssemi. Trikkið er að mæta tímanlega og finna sér stæði í rólegheitunum og taka stuttan göngutúr á mótssvæðið. Það eru bílastæði á nokkrum stöðum sem tekur innan við 10 mín að rölta á svæðin. T.d. við MK, við Digranesskóla, við Fossvogsskóla, við Digraneskirkju, […]

Velkomin á Símamót 2023

Nú styttist heldur betur í að Símamótið rúlli í gang. Það er mikil eftirvænting hjá okkur í Breiðablik að taka á móti þessum flottu stelpum og við munum leggja allt okkar af mörkum til að gera þetta að sem bestri upplifun fyrir þær. Þar skiptir ekki síður máli framlag og viðhorf aðstandenda á hliðarlínunni sem […]

Það styttist í Símamót 2023

Símamótið er rétt handan við hornuð og skipulagning á fullu. Endanleg dagskrá og uppfærð handbók koma hér inn á síðuna í lok dags eða á morgun, þriðjudag. Stefnt er að birta leikjaplanið að kvöldi þriðjudags. Setningin verður á sínum stað kl. 19:30 á fimmtudaginn. Hlökkum til að taka á móti glöðum stelpum á enn eitt […]