Entries by

Blikar sópuðu til sín viðurkenningum á ársþingi UMSK

95 ársþing UMSK var haldið fimmtudaginn 21. febrúar síðastliðin í félagsheimili Gróttu á Seltjarnarnesi. Á ársþinginu voru veittar viðurkenningar til íþróttafólks sem hefur náð góðum árangri árið 2018. Það er gaman að segja frá því að 5 af 8 viðurkenningum sem veittar voru runnu til Blika. Fótboltakonan Agla María var valin íþróttakona UMSK og er […]

Steini Þorvalds sæmdur gullmerki Breiðabliks

Steini Þorvalds var sæmdur Gullmerki Breiðabliks á heimili sínu á 70 ára afmælisdaginn sinn þann 2. nóvember. Það voru þau Halla Garðarsdóttir, varaformaður aðalstjórnar Breiðabliks og Guðmundur Sigurbergsson, gjaldkeri aðalstjórnar sem veittu honum gullmerkið. Steini hóf fyrst störf fyrir Breiðablik árið 1992 þegar hann var kosinn í stjórn handknattleiksdeildar Breiðabliks og gegndi hann svo formennsku […]

Gunnar Snorrason sæmdur gullmerki Breiðabliks

Gunnar Snorrason var sæmdur gullmerki Breiðabliks á gamlársdag viðstöddum vinum og ættingjum. Gunnar Snorrason fékk ungur mikinn áhuga á íþróttum og  ýmiss konar líkamsrækt til dæmis stundaði hann Atlas-æfingakerfið af miklum móð um fermingaraldurinn, eftir kennslubók. Gunnar var efnilegur Skautahlaupari og æfði og keppti með Skautafélagi Reykjavíkur. Hann gekk til liðs við frjálsíþróttadeild Breiðabliks 1957 […]

Fyrsti vinningur í jólahappdrætti Breiðabliks genginn út!

Í desember síðastliðnum fór Breiðablik af stað með árlegt Jólahappdrætti sem verður stærra og glæsilegra með hverju árinu. Jólahappdrættið er frábær fjáröflun fyrir félagið og iðkendur þess. Af mikilli eljusemi gengu iðkendur félagsins hús úr húsi í Kópavogi og seldu bæjarbúum happdrættismiða. Félagið vill nýta tækifærið og  skila þökkum til allra þeirra sem lögðu iðkendunum […]

,

Viðar Halldórsson ráðinn sem ráðgjafi knattspyrnudeildar Breiðabliks

Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur gert samning við Dr. Viðar Halldórsson félagsfræðing um að Viðar verði í ráðgefandi hlutverki fyrir deildina á næstu misserum og komi þar að ; greiningu, fræðslumálum, eflingu innra starfs og þróun- og stefnumörkun deildarinnar Dr. Viðar er dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands og hefur allt fá aldamótum einnig starfað sem ráðgjafi […]

,

Getraunakaffi Breiðabliks

Getraunakaffi Breiðabliks er haldið í tengibyggingu Smárans og Fífunnar alla laugardaga milli 10:00 – 12:00.  Reglulega mætir þangað góður hópur Blika sem spáir í spilin og tekur þátt í skemmtilegu spjalli um boltann og allt milli himins og jarðar.   Allir þeir sem hafa gaman af íþróttum og góðum félagsskap eru hvattir til þess að […]