Entries by

Beltapróf Taekwondodeildarinnar fór fram 29. maí

Beltapróf Taekwondodeildar Breiðabliks fór fram laugardaginn, 29. maí. Niðurstaða prófana voru eftirfarandi: 2. Dan – Valgeir Pálmason og Karítas Elfarsdóttir 1. Dan – Xavier Rybe, Embla Valgeirsdóttir, Steinar Pálmason og Kristján Brynjarsson. Stjórn og þjálfarar voru mjög ánægðir með prófin og eru virkilega stoltir af iðkendum deildarinnar.

Sumarið er hafið

Sumardagskrá Breiðabliks hefst á næstu dögum um leið og skólarnir renna sitt skeið.   Sumarnámskeiðin hefjast til að mynda í komandi viku og getum við lofað miklu fjöri þar. Undirbúningur námskeiðanna hefur staðið yfir í margar vikur og þar fer fremstur í flokki Jón Reynir Reynisson, nýr yfirmaður námskeiðanna.   Breiðablik býður upp á mörg […]

Varðandi miðasölu á leikinn á sunnudaginn

Eins og við sögðum frá á þriðjudaginn þá fáum við einungis leyfi fyrir 200 áhorfendur, sökum covid.   Þessir fáu miðar fara allir til Blikaklúbbsmeðlima, fyrir utan nokkra miða sem fara til styrktaraðila.   Blikaklúbbsmeðlimir eru þeir sem eru í áskrift og styrkja starfið mánaðarlega.   Það er hinsvegar ekki of seint að skrá sig […]

Loksins komið að því! – Pepsi deildin hefst um helgina

Kæru Blikar Nú er komið að því að boltinn fari aftur að rúlla. Það er ljóst að miklar takmarkanir verða á áhorfendafjölda á fyrstu leikjum sumarsins og  ljóst að færri komast að en vilja. Það að hafa aðeins tvö sóttvarnarhólf með samtals 200 áhorfendum á Kópavogsvelli dugar skammt fyrir okkar stóra og trausta hóp stuðningsfólks. […]

Allt íþróttastarf heimilað á ný

Á morgun, fimmtudaginn 15. apríl, fer allt okkar starf í gang aftur.   Hér má lesa nánar um þær reglubreytingar sem taka gildi á miðnætti í kvöld.   Það er samt mjög mikilvægt að við pössum áfram upp á eigin sóttvarnir. Virðum 2 metra regluna eftir bestu getu, notum andlitsgrímu þegar við á og sótthreinsum […]

Blikar með flesta fulltrúa á lokamóti EM

U-21 landslið karla í knattspyrnu hefur í dag leik á lokamóti EM. Sex uppaldir Blikar eru í íslenska hópnum. Um er að ræða bræðurna Willum Þór og Brynjólf Andersen Willumssyni, Andra Fannar Baldursson, Kolbein Þórðarson og markverðina Patrik Sigurð Gunnarsson og Elías Rafn Ólafsson. Núverandi leikmaður Breiðabliks, varnarmaðurinn Róbert Orri Þorkelsson, er einnig í hópnum […]

Íþróttastarfið í langt páskafrí

Kæru Blikar, Frá og með morgundeginum, 25.mars, verður allt okkar íþróttastarf óheimilað til 15. apríl. Þetta kom fram á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar nú rétt í þessu. Iðkendur félagsins þurfa samt ekki að örvænta. Þeir verða að sjálfsögðu áfram þjónustaðir í einhverskonar formi, hvort sem um er að ræða heimaæfingar eða annað skemmtilegt. Deildir félagsins munu kynna […]

Covid-baráttunni er hvergi nærri lokið

Kæru Blikar! Eins og flestum ætti að vera kunnugt um og hefur komið fram í fréttum dagsins að þá er Covid 19 alls ekki á bak og burt úr okkar samfélagi og smittölur dagsins eru því miður ekki góðar. Að þeim sökum brýnum við fyrir öllum að fara varlega eins og áður og gæta sérstaklega […]