Entries by

Heiðranir á 70 ára afmæli félagsins

Afmælishátíð Breiðabliks var haldin sunnudaginn, 16. febrúar síðastliðinn. Hátíðin tókst vel til að mati viðstaddra og virtust afmælisgestir vera í skýjunum. Sólin mætti stundvíslega fyrir “Ferðina að upphafinu”, sögugöngu í boði Sögufélags Kópavogs, þar sem rölt var að Vallargerðisvellinum og til baka, með mörgum skemmtilegum viðkomum á leiðinni. Eftir gönguna var svo öllum boðið inn í […]

,

Markús með aldursflokkamet

Þau gleðitíðindi urðu á Meistaramóti Íslands í Fjölþrautum þann 8. febrúar sl. að Markús Birgisson bætti Íslandsmetið í fimmtarþraut í flokki 15 ára og yngi. Metið er enn ein rós í hnappagat þessa fjölhæfa íþróttamans og vert er að fylgjast með honum í framtíðinni þar sem líklegt er að hann láti að sér kveða í […]

Aðalfundur kraftlyftingadeildar Breiðabliks 2020

Stjórn kraftlyftingadeildar Breiðabliks boðar til aðalfundar kraftlyftingadeildar Breiðabliks kl. 19:00 föstudaginn 6. mars. Fundurinn verður haldinn í Glersal stúkunnar við Kópavogsvöll. Dagskrá Framkvæmd og dagskrá fundarins er skv. lögum Breiðabliks og er svohljóðandi: 1. Kosning fundarstjóra og ritara 2. Formaður leggur fram skýrslu deildar 3. Endurskoðaður ársreikningur lagður fram til samþykktar 4. Kosning formanns 5. […]

,

Jón Erik vann gull í Andorra

Jón Erik Sigurðsson, 15 ára skíðamaður úr Breiðablik vann til gull­verðlauna á stóru alþjóðlegu skíðamóti í lok janúar. Mótið, sem ber heitið Trofeu Borrufa, er haldið á vegum Alþjóða Skíðasambandsins og fer fram í Andorra ár hvert. Þetta er eitt af stærstu mótunum sem haldið er í þess­um ald­urs­flokki. Alls kepptu 69 drengir í hans […]

Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar Breiðabliks 2020

Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar Breiðabliks 2020 verður haldinn þann 5. mars 2020 kl. 17:30 í veislusal Smárans, 2.hæð. Dagskrá: 1. Kosning fundarstjóra og ritara 2. Formaður leggur fram skýrslu deildarinnar 3. Endurskoðaður ársreikningur lagður fram til samþykktar 4. Kosning formanns 5. Kosning stjórnarmanna 6. Umræður um málefni deildarinnar og önnur mál Allir félagar körfuknattleiksdeildar sem eru 18 […]

,

Arnar Pétursson aftur í Breiðablik!

Arnar Pétursson aftur í Breiðablik Arnar Pétursson langhlaupari er gengin til liðs við uppeldisfélag sitt Breiðablik aftur eftir að hafa keppt með ÍR sl. ár. Að sögn Arnars togaði það alltaf í hann að keppa aftur fyrir sitt gamla félag í Kópavogi á meðan hann væri ennþá að bæta sig sem hlaupari, en Arnar hefur […]

Aðalfundur Hjólreiðadeildar Breiðabliks 2020

Aðalfundarboð Hjólreiðadeildar Breiðabliks 2020   Með vísan til 8. gr. laga Breiðabliks (https://breidablik.is/um-okkur/log-og-reglur/) er hér með boðað til aðalfundar Hjólreiðadeildar Breiðabliks sem haldinn verður miðvikudaginn 4. mars 2020 kl 19:30 í Smáranum, 2. hæð. Dagskráin er sem hér segir: Kosning fundarstjóra og ritara Formaður leggur fram skýrslu deildar Ársreikningur staðfestur af skoðunarmönnum lagður fram til […]

Fyrsti vinningur í Jólahappdrætti Breiðabliks genginn út!

Það var hann Viðar Ólafsson sem hreppti fyrsta vinning í hinu árlega Jólahappdrætti Breiðabliks.   Vinningurinn hljóðaði upp á ferð fyrir tvo á knattspyrnuleik erlendis með VITA Sport, að verðmæti 250.000kr. Vinningsmiðann keypti Viðar af barnabarni sínu sem æfir körfubolta með Breiðabliki.   Það er skemmtilegt frá því að segja að Viðar var á leiðinni […]