Entries by

Fyrsta fréttabréf Breiðabliks komið út

Glænýtt fréttablað Breiðabliks er komið út á rafrænu formi. Stútfullt blað af efni frá flestum deildum félagsins. Stefnt er að útgáfu á 4-6 slíkum blöðum á ári þar sem fjallað er um undanfarnar vikur. Smellið hér til að lesa.

Blikar brillera í fjölþraut

Blikarnir okkar halda áfram að brillera og nú síðast á Meistaramóti Íslands í fjölþrautum. Okkar maður Þorleifur Einar Leifsson gerði sér lítið fyrir og sigraði sjöþraut karla með 5182 stigum og bætti um leið persónulegt met í þrautinni sem var 4667 stig frá MÍ í fjölþrautum í fyrra. Þorleifur var í hörku keppni við Ísak […]

Bergur setti Íslandsmet í 200 m hlaupi

Blikinn Bergur Hallgrímsson gerði sér lítið fyrir og sigraði 200 m hlaup í flokki 40-45 ára á Belgian Masters Championships í gær og sló í leiðinni Íslandsmet í greininni í sama flokki. Bergur hljóp á tímanum 23,55 sek. og bætti þar með met Ólafs Guðmundssonar frá árinu 2010 sem var 24,03 sek. Okkar maður hefur […]

Fimm fulltrúar á ársþingi KSÍ

Ársþing KSÍ var haldið í Úlfarsárdal nú nýliðna helgi. Voru þar til umræðu og afgreiðslu fjölbreyttar tillögur og mál sem varða knattspyrnuna í landinu. Breiðablik og Augnablik eiga samanlagt 5 fulltrúa sem sátu þingið og tóku virkan þátt í þingstörfum. Á þinginu var Þorvaldur Örlygsson kosinn formaður KSÍ til næstu tveggja ára. Knattspyrnudeild Breiðabliks óskar […]

Aðalfundur knattspyrnudeildar 7.mars

Stjórn knattspyrnudeildar boðar til aðalfundar fimmtudaginn 7. mars 2024. Fundurinn verður haldinn á 2.hæð (miðhæð) í stúkunni á Kópavogsvelli og hefst kl. 17:30. Dagskrá: 1. Kosning fundarstjóra og ritara 2. Formaður leggur fram skýrslu deildarinnar 3. Ársreikningur lagður fram til samþykktar 4. Kosning formanns 5. Kosning stjórnarmanna 6. Umræður um málefni deildarinnar og önnur mál […]

Rafíþróttir fyrir börn með einhverfu

Breiðablik býður nú upp á rafíþróttanámskeið fyrir einhverf börn á aldrinum 7-15 ára. Tími: Mánudögum og Miðvikudögum kl 16:00-17:30 Staður: Arena Gaming, Smáratorgi 3, 1. hæð, 201 Kópavogi. Byrjar mánudaginn 26. febrúar og er til 3. maí. Skráning á slóðinni hér: https://xpsclubs.is/breidablik/registration Allir krakkar munu spila í 5 manna einkaherbergjum sem eru 4 herbergi í […]

Aldursflokkamet og 12 verðlaun á MÍ innanhúss

Meistaramót Íslands innanhúss fór fram í Laugardalshöll dagana 17.-18. febrúar og átti Breiðablik 15 keppendur á mótinu. Okkar fólk gerði sér lítið fyrir og vann til fimm gullverðlauna, sex silfurverðlauna og einna bronsverðlauna á mótinu sem skilaði liðinu 2. sæti í heildarstigakeppninni á eftir FH. Júlía Kristín Jóhannsdóttir varð Íslandsmeistari í 60 m grindahlaupi á […]

Bjarki Rúnar valinn í landsliðsval fyrir NM innanhúss

Bjarki Rúnar Kristinsson, sem bæði æfir og þjálfar hjá Breiðablik, var valinn í landsliðsval fyrir Norðurlandameistaramót innanhúss sem fram fer í Bærum í Noregi í dag, sunnudaginn 11. febrúar. Ísland teflir þar fram sameiginlegu liði með Danmörku gegn liðum frá Finnlandi, Svíþjóð og Noregi. Bjarki Rúnar, sem keppir í þrístökki, er einn af átta Íslendingum […]

Frjálsíþróttablikar á RIG

Frjálsíþróttahluti RIG, Reykjavík International Games fór fram sunnudaginn 4. febrúar. Breiðablik átti hóp keppenda á mótinu og voru þau öll sér og félaginu til mikils sóma. Þorleifur Einar og Guðjón Dunbar náðu frábærum árangri í langstökki, þar sem Þorleifur tók gullið með risa bætingu og stökki upp á 7,09 m. Guðjón lengdi sig einnig og […]

Barátta, spenna og dramatík á MÍ 11-14 í frjálsum

Barátta, spenna og dramatík á MÍ 11-14 í frjálsum   Meistaramót 11-14 ára innanhúss fór fram í Laugardalshöll 10.-11. febrúar og voru 270 keppendur skráðir til leiks frá 17 félögum víðs vegar af landinu. Blikar áttu hvorki fleiri né færri en 45 keppendur og óhætt að segja að krakkarnir okkar hafi sýnt stórkostlegan baráttuanda frá […]