Entries by

Tómas Pálmar og Tómas Aron tvöfaldir Íslandsmeistarar í kata

Í dag, sunnudaginn 15.apríl, fór fram Íslandsmeistaramót unglinga í kata. Mótið fór fram í Smáranum í umsjón karatedeildar Breiðabliks. Breiðablik sá um uppsetningu og umgjörð mótsins sem tókst mjög vel, keppt var á 3 völlum og um 100 krakkar frá 9 félögum tóku þátt. Breiðablik sendi flotta krakka til að keppa í dag og stóðu […]

Gabriela Ora Íslandsmeistari barna í kata

Í dag, laugardaginn 14.apríl, fór fram Íslandsmeistaramót barna í kata. Mótið fór fram í Smáranum í umsjón karatedeildar Breiðabliks. Breiðablik sá um uppsetningu og umgjörð mótsins sem tókst mjög vel, keppt var á 4 völlum og um 160 krakkar tóku þátt. Breiðablik sendi flotta krakka til að keppa í dag og stóðu þau sig öll […]

Ný stjórn hjá karatedeild

Á aðalfundi karatedeildarinnar sem haldinn var þriðjudaginn 10.apríl var ný stjórn kosin. Stjórn karatedeildar skipa; Sigþór Samúelsson, Formaður Birgir Páll Hjartarson Blær Guðmundsdóttir Gaukur Garðarson Valgerður H. Sigurðardóttir Á meðfylgjandi mynd má sjá nýja stjórn, frá vinstri Valgerður, Gaukur, Sigþór, Blær og Birgir.  

Fimm nýir Svartbeltingar

Í kvöld, fimmtudaginn 5.apríl, fór fram gráðun í lok æfingabúða hjá Richard Amos Sensei. Fimm einstaklingar frá Breiðablik reyndu við svart belti (Shodan) og stóðu sig frábærlega.  Öll stóðust þau prófið og eru því komin með Shodan. Þetta er frábær árangur og staðfesting á þeirri vinnu sem þessir iðkendur deildarinnar hafa sýnt. Öll hafa lagt […]

Páskar – æfingabúðir – Aðalfundur – Íslandsmeistaramót í kata

Það er nóg að gerast hjá okkur framundan, hér er það helsta. 1.Páskar Við munum æfa út þessa viku og fara í frí frá og með fimmtudeginum 29.mars. Við verðum í páskafrí fram að laugardeginum 7.apríl þar sem allir þjálfarar hjá okkur verða á æfingabúðum strax eftir páska. Æfingar verða skv.stundarskrá á laugardeginum 7.apríl.  2.Æfingabúðir […]

Flottir blikar á öðru bikarmóti KAÍ

Flottir blikar á Bikarmóti KAÍ Í gær laugardaginn 17.mars fóru fram önnur bikarmót ársins á vegum Karatesambandsins. Að venju átti Breiðablik nokkra fulltrúa, stóðu þau sig mjög vel og sýndu framför í sínum tæknum. Um morguninn fór fram bikarmótið þar sem keppt er í opnum flokkum karla og kvenna, bæði í kata og kumite, við […]

Svana Katla í 7.sæti á Swedish Kata Throphy

Í gær, laugardaginn 10.mars, fór fram mjög sterkt sænskt katamót „Swedish Kata Trophy“ í Stokkhólmi Svíþjóð. Karatesamband Íslands var með helsta landsliðsfólk sitt í kata á mótið og í liðinu voru þrír félagar úr Breiðablik, þau Svana Katla Þorsteinsdóttir, Arna Katrín Kristinsdóttir og Tómas Pálmar Tómasson sem er nýliði í landsliðinu. Af okkar fólki keppti […]

Þrír blikar með landsliðinu í karate

Á morgun, laugardaginn 10.mars, fer fram mjög sterkt sænskt katamót „Swedish Kata Trophy“ í Stokkhólmi Svíþjóð. Karatesamband Íslands sendir landsliðsfólk sitt á mótið og þar af eru 3 blikar með. Þetta eru þau Svana Katla Þorsteinsdóttir, Arna Katrín Kristinsdóttir og nýliðinn í landsliðinu Tómas Pálmar Tómasson. Auk þeirra eru 3 aðrir landsliðsmenn í för. Svana […]

Breiðablik Íslandsmeistarar félaga í kata fullorðinna

Í dag, laugardaginn 3.mars, var Íslandsmeistaramót fullorðinna haldið í Fylkissetrinu í umsjón Karatefélagsins Þórshamars. Keppt var í einstaklingsflokkum og í liðakeppni (Hópkata). Góð mæting var á mótinu, bæði í einstaklingsflokkum og í hópkata. Breiðablik átti góðan hóp keppenda sem kepptu í öllum flokkum. Breiðablik átti titil að verja í kvennaflokki og stefnan var á að […]

Æfingar falla niður laugardaginn 3.mars

Laugardaginn 3.mars fer fram Íslandsmeistaramót fullorðinna í kata.  Mótið verður haldið í Íþróttasal karatedeildar Fylkis, Fylkisselinu, í Norðlingaholti.  Að venju fer allt okkar eldra keppnisfólk (þjálfarar deildarinnar) á mótið, ýmist sem keppendur, liðsstjórar eða dómarar.  Mótið hefst kl.10 og ætti að vera búið um kl.14. Af þeim sökum falla allar æfingar niður hjá deildinni laugardaginn […]