Entries by

Þrír blikar með landsliðinu í karate

Á morgun, laugardaginn 10.mars, fer fram mjög sterkt sænskt katamót „Swedish Kata Trophy“ í Stokkhólmi Svíþjóð. Karatesamband Íslands sendir landsliðsfólk sitt á mótið og þar af eru 3 blikar með. Þetta eru þau Svana Katla Þorsteinsdóttir, Arna Katrín Kristinsdóttir og nýliðinn í landsliðinu Tómas Pálmar Tómasson. Auk þeirra eru 3 aðrir landsliðsmenn í för. Svana […]

Breiðablik Íslandsmeistarar félaga í kata fullorðinna

Í dag, laugardaginn 3.mars, var Íslandsmeistaramót fullorðinna haldið í Fylkissetrinu í umsjón Karatefélagsins Þórshamars. Keppt var í einstaklingsflokkum og í liðakeppni (Hópkata). Góð mæting var á mótinu, bæði í einstaklingsflokkum og í hópkata. Breiðablik átti góðan hóp keppenda sem kepptu í öllum flokkum. Breiðablik átti titil að verja í kvennaflokki og stefnan var á að […]

Æfingar falla niður laugardaginn 3.mars

Laugardaginn 3.mars fer fram Íslandsmeistaramót fullorðinna í kata.  Mótið verður haldið í Íþróttasal karatedeildar Fylkis, Fylkisselinu, í Norðlingaholti.  Að venju fer allt okkar eldra keppnisfólk (þjálfarar deildarinnar) á mótið, ýmist sem keppendur, liðsstjórar eða dómarar.  Mótið hefst kl.10 og ætti að vera búið um kl.14. Af þeim sökum falla allar æfingar niður hjá deildinni laugardaginn […]

Fyrstu bikarmót ársins í Karate

Í gær sunnudaginn 25.febrúar fóru fram fyrstu bikarmót ársins á vegum Karatesambandsins. Að venju átti Breiðablik nokkra fulltrúa og stóðu þau sig vel. Um morguninn fór fram bikarmótið þar sem keppt er í opnum flokkum karla og kvenna, bæði í kata og kumite, við áttum keppendur í báðum flokkum og má sjá árangurinn hér fyrir […]

Flott innanfélagsmót í karate

Sunnudaginn 18.febrúar fór fram létt innanfélagsmót hjá okkur í karatedeildinni. Mótið var sett upp þannig að allir fengu að gera 3-4 kata, þar sem við skiptum iðkendum upp í nokkra hópa og létum alla keppa á móti öllum. Góð þátttaka var úr öllum flokkum, sérstaklega var gaman að sjá yngstu iðkendur okkar koma og framkvæma […]