Entries by

Hjörvar Steinn trónir einn efstur þegar MótX skákhátíðin er hálfnuð

Skáhátíð MótX 2019 stendur nú sem hæst. Stórmeistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson er í forystu í A-flokki með fullt hús eftir fjórar umferðir af sjö og sýnir ekki á sér neitt fararsnið af toppnum. Í 2.-5. sæti með þrjá vinninga eru Guðmundur Kjartansson, Halldór Grétar Einarsson, Jón L Árnason og Baldur Kristinsson. Nú fara leikar að […]

Skákhátíð MótX 2019 hafin með glæsibrag!

Hressir allir á höfnu ári heilsist ykkur köppum vel. Una megið fjarri fári flétta saman hugarþel. Pálmi R. Pétursson   Sælir skákmenn og Breiðabliksfólk og gleðilegt ár! Það er ekki amalegt að hefja árið í björtum sölum Breiðabliksstúku. Þar fer nú fram MótX skákhátíðin 2019, Gestamót Hugins og Skákdeildar Breiðabliks. Hátíðin var sett með pompi og prakt þegar […]

Skákdeild Breiðabliks Íslandsmeistari unglingasveita 2018

Unglingasveit Skákdeildar Breiðabliks Íslandsmeistarar 2018 Íslandsmót unglingasveita fór fram í Garðaskóla sunnudaginn 9.desember s.l. Breiðablik sendi þrjár sveitir með iðkendum frá fyrstu bekkjum grunnskóla upp í þá efstu. Í fyrstu umferð tefldu A og B sveitin saman og endaði sú viðureign með sigri þeirrar fyrr nefndu 3,5 – 0,5.  Í annari umferð var komið að […]

Jólapakkamót Hugins og Breiðabliks í skák fer fram 16. desember

Jólapakkaskákmót Hugins og Skákdeildar Breiðabliks verður haldið sunnudaginn 16. desember næstkomandi í Álfhólsskóla (Hjallaskóli Álfhólsvegi 120). Mótið hefst kl. 13 og er ókeypis á mótið. Mótið er ætlað börnum og unglingum og fer nú fram í 21. skipti en það var fyrst haldið fyrir jólin 1996. Síðan hefur það verið haldið nánast á hverju ári […]

Fjórir Blikar verja heiður Íslands í Ólympíuskákmóti 16 ára og yngri

Ólympíumót undir 16 ára aldri fer fram í Konya í Tyrklandi dagana 24.nóvember til 3.desember. http://wyco2018.tsf.org.tr/ Þeir Vignir Vatnar, Stephan Briem, Birkir Ísak og Arnar Milutin úr Skákdeild Breiðabliks tefla fyrir hönd Íslands ásamt Batel Goitom Haile Taflfélagi Reykjavíkur. Fyrir áhugasama þá eru skákirnar sýndar í beinni útsendingu á http://live.followchess.com/#!world-u16-olympiad-2018 Áfram Ísland !   7.des […]

Vignir Vatnar sigursæll

Vignir Vatnar Stefánsson úr Skákdeild Breiðabliks hefur farið mikinn á tveim sterkustu innanlandsmótum haustsins. Hann byrjaði á því að sigra á Haustmóti Taflfélags Reykjavíkur og lék síðan sama leikinn á Meistaramóti Hugins. Fleiri Blikar stóðu sig vel á þessum mótum, Stephan Briem varð annar í B-flokki í Haustmótinu og Arnar Milutin Heiðarsson var einnig í […]

Fjórir titlar á íslandsmóti ungmenna í skák

Blikar unnu þrefalt í tveim flokkum og alls fjóra Íslandsmeistaratitlar (Birkir Ísak, Benedikt Briem, Tómas Möller og Guðrún Fanney Briem) á Íslandsmóti ungmenna í Rimaskóla 13.október s.l. Fjögur silfur unnust og tvenn bronsverðlaun. Allt afrakstur mikillar ástundunar, hún skilar sér. Framtíðin er björt í skákinni í Kópavogi. Sjá nánar í frétt á skák.is: Íslandsmót ungmenna […]

Sveit Hörðuvallaskóla Norðurlandameistari í skólaskák

Skáksveit Hörðuvallaskóla varð fyrr í dag Norðurlandameistari grunnskólasveita! Fyrir lokaumferðina hafði sveitin eins vinnings forskot á dönsku sveitina en þessar sveitir mættust í lokaumferðinni. Hörðuvellingar unnu 3-1 og þar með Norðurlandameistaratitilinn þeirra! Sveitin hlaut 17½ vinninga af 20 mögulegum sem er glæsilegur árangur. Mótið fór fram í Tampere í Finnlandi. Liðsmenn sveitarinnar eru allir iðkendur […]

Aðalfundur Skákdeildar Breiðabliks 2018

    Aðalfundur Skákdeildar Breiðabliks verður haldinn þriðjudaginn 3.apríl kl 20:00 í stúkunni við Kópavogsvöll. 1. Kosning fundarstjóra og ritara 2. Formaður leggur fram skýrslu deildar 3. Endurskoðaður ársreikningur lagður fram til samþykktar 4. Kosning formanns 5. Kosning stjórnarmanna 6. Umræða um málefni deildarinnar og önnur mál Hvetjum iðkendur og foreldra til að mæta og […]