Entries by Halldór Grétar Einarsson

Hörðuvallaskóli Norðurlandameistari í skák

Sveit Hörðuvallaskóla, en liðsmenn hennar eru allir iðkendur hjá Skákdeild Breiðabliks, urðu í dag Norðurlandameistarar grunnskólasveita í skák í Stokkhólmi í Svíþjóð. Yfirburðirnir voru algerir yfir frændum okkar. Allar fimm viðureignirnar unnust með miklum mun og í rauninni leyfðu okkar menn einungis tvenn jafntefli, en unnu átján skákir. Núna er kjarninn í þessari sigursælu sveit […]

Vignir Vatnar með áfanga að alþjóðlegum titli

Vignir Vatnar Stefánsson (t.v. á myndinni) vann alþjóðlega „Glorney Gilbert“ skákmótið í Dublin á Írlandi sem lauk í dag með 7 vinningum af 9 mögulegum. Hann vann einnig sinn fyrsta áfanga að alþjóðlegum meistaratitli, en þrjá slíka þarf til að hljóta nafnbótina. Breiðablik óskar hinum sextán ára gamla skákmeistara til hamingju með þennan glæsilega árangur […]

Góður árangur á Landsmótinu í skólaskák

Landsmótið í skólaskák fór fram um helgina í húsnæði Skákskóla Íslands. Blikarnir og skólafélagarnir úr Hörðuvallaskóla Vignir Vatnar Stefánsson (2291) og Benedikt Briem (1811) komu sáu og sigruðu. Vignir Vatnar í eldri flokki (8.-10. bekk) og Benedikt í þeim yngri (1.-7. bekk). Eldri flokkur Vignir Vatnar hlaut 6 vinninga í 7 skákum. Vignir lét ekki […]

Ný kynslóð stjórnenda í Skákdeildinni

Ný stjórn og ný kynslóð stjórnenda tók við á góðum aðalfundi Skákdeildar Breiðabliks í kvöld. Metfjöldi var á fundinum og einnig metlengd fundartíma ! Kristófer Gautason er nýr formaður Skákdeildar Breiðabliks, aðrir í stjórn eru Birkir Karl Sigurðsson, Halldór Grétar Einarsson, Agnar Tómas Möller, Heiðar Ásberg Atlason, Kristín Jónsdóttir og Hallmundur Albertsson.

Aðalfundur Skákdeildar Breiðabliks 2019

Aðalfundur Skákdeildar Breiðabliks 2019 verður haldinn fimmtudagskvöldið 4.apríl n.k. kl 20:00 í Glersalnum í stúkunni við Kópavogsvöll. Dagskrá: 1. Kosning fundarstjóra og ritara 2. Formaður leggur fram skýrslu deildarinnar 3. Endurskoðaður ársreikningur lagður fram til samþykktar 4. Kosning formanns 5. Kosning stjórnarmanna 6. Umræður um málefni deildarinnar og önnur mál Allir félagar Skákdeildarinnar sem eru […]

Glæsilegri skákhátíð MótX 2019 lokið

Hjörvar Steinn Grétarsson fór með sigur af hólmi í aðal mótinu. Gauti Páll Jónsson vann B-flokkinn og Guðmundur Kjartansson bar sigur úr býtum í hraðskákinni. Skákhátíð MótX lauk á þriðjudaginn síðasta með hraðskákmóti og verðlaunaafhendingu í Björtuloftum Breiðabliksstúku. Veitt voru verðlaun í ýmsum flokkum og þeir voru margir sem fóru heim með vegleg verðlaun í […]

Stephan Briem Norðurlandameistari í skák í flokki 16-17 ára

Norðurlandamótinu í skólaskák lauk í gær í Hótel Borgarnesi. Keppt var í fimm aldursflokkum og voru tveir keppendur frá hverju sex Norðurlandanna í hverjum flokk. Stephan Briem Skákdeild Breiðabliks vann sigur í B-flokki (16-17 ára) eftir afar spennandi lokaumferð. Vignir Vatnar Stefánsson Skákdeild Breiðabliks varð jafn honum í efsta sæti en gullið varð Stephans og silfrið Vignis eftir stigaútreikning. […]

Hjörvar Steinn trónir einn efstur þegar MótX skákhátíðin er hálfnuð

Skáhátíð MótX 2019 stendur nú sem hæst. Stórmeistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson er í forystu í A-flokki með fullt hús eftir fjórar umferðir af sjö og sýnir ekki á sér neitt fararsnið af toppnum. Í 2.-5. sæti með þrjá vinninga eru Guðmundur Kjartansson, Halldór Grétar Einarsson, Jón L Árnason og Baldur Kristinsson. Nú fara leikar að […]

Skákhátíð MótX 2019 hafin með glæsibrag!

Hressir allir á höfnu ári heilsist ykkur köppum vel. Una megið fjarri fári flétta saman hugarþel. Pálmi R. Pétursson   Sælir skákmenn og Breiðabliksfólk og gleðilegt ár! Það er ekki amalegt að hefja árið í björtum sölum Breiðabliksstúku. Þar fer nú fram MótX skákhátíðin 2019, Gestamót Hugins og Skákdeildar Breiðabliks. Hátíðin var sett með pompi og prakt þegar […]

Skákdeild Breiðabliks Íslandsmeistari unglingasveita 2018

Unglingasveit Skákdeildar Breiðabliks Íslandsmeistarar 2018 Íslandsmót unglingasveita fór fram í Garðaskóla sunnudaginn 9.desember s.l. Breiðablik sendi þrjár sveitir með iðkendum frá fyrstu bekkjum grunnskóla upp í þá efstu. Í fyrstu umferð tefldu A og B sveitin saman og endaði sú viðureign með sigri þeirrar fyrr nefndu 3,5 – 0,5.  Í annari umferð var komið að […]