Entries by

Birna Kristín náði lágmarki á EM U18

JJ-mót Ármanns í frjálsum íþróttum fór fram á Laugardalsvelli í gær. Þar náði Birna Kristín lágmarki í langstökki fyrir EM U18. Hún bætti sinn persónulega árangur með stökki uppá 5,81m en lágmarkið er 5,80m til þess að komast á Smáþjóðameistaramótið sem fram fer í Liechtenstein í byrjun júní. Irma Gunnarsdóttir sigraði í langstökkinu með bætingu […]

,

Hálf ólympísk keppni í þríþraut í Hafnarfirði

Þríþrautarfólk Breiðabliks fór í víking suður í Hafnarfjörð í morgun og tók þátt í hálf-ólympískri keppni sem samanstendur af 750m sundi, 20 km hjólreiðum og 5 km hlaupi. Okkar fólk sótti gull,silfur og brons sem áður enda hefur félagið því láni að fagna að hafa afburðafólk innanborðs. Í heildarkeppninni sigraði Sigurður Örn Ragnarsson Breiðablik á […]

Uppskeruhátíð yngri flokka körfuknattleiksdeildar

Uppskeruhátíð yngri flokka körfuknattleiksdeildar Breiðabliks verður haldin í Smáranum miðvikudaginn 30. maí Farið verður í leiki, gætt sér á grillmat og veittar verða viðurkenningar. Uppskeruhátíðinni veður aldursskipt: 1-6 bekkur:  17:00 – 18:30 7-10 bekkur og drengja- og stúlknaflokkur: 18:30 – 19:00 Körfuknattleiksdeild Breiðabliks vill þakka fyrir frábæran vetur! Hlökkum til að sjá ykkur á miðvikudaginn

4. flokkur tók þátt í sterku móti í Þýskalandi

Dagana 19. og 20. maí sl. tók 4. flokkur karla þátt í sterku móti í Dortmund í Þýskalandi auk þess að spila tvo æfingaleiki. Breiðablik sendi 22 leikmenn sem fóru í fylgd tveggja þjálfara auk fararstjóra. Leikið var í miklum hita gegn heimaliðinu Keiserau, dönsku meisturunum í Midtjylland, Duisburg frá Þýskalandi og landsliði Malasíu. Þá […]

Dregið 31. maí í happdrætti Körfuknattleiksdeildar Breiðabliks

Happdrætti Körfuknattleiksdeildar Breiðabliks fór af stað í lok apríl höfum við fengið góðar undirtektir frá iðkendum, foreldrum, aðstandendum og stuðningsmönnum. Dregið verður úr seldum miðum hjá sýslumanni þann 31. maí. Þessi fjáröflun er deildinni afar mikilvæg fyrir átökin næsta vetur og erum við mjög þakklát fyrir þann meðbyr sem við höfum fundið fyrir. Iðkendur yngri […]

Breiðablik og Kírópraktorstofa Íslands í samstarf

Nýverið var undirritaður samstarfssamningur Knattspyrnudeildar Breiðabliks við Kírópraktorstofu Íslands (KPÍ). Samstafið felur í sér að KPÍ mun þjónusta leikmenn Breiðabliks sem þurfa meðhöndlun kírópraktors. Þá mun KPÍ sinna greiningum á leikmönnum auk þess að vera með fræðslu fyrir alla iðkendur knattspyrnudeildarinnar. Á Kírópraktorstofu Íslands starfa sex kírópraktorar sem hafa víðtæka reynslu og mikla sérþekkingu í […]

Arnór Hermannsson í Breiðablik

Arnór Hermannsson hefur samið við Breiðablik um að leika með liðinu á komandi leiktíð í Dominosdeildinni. Arnór sem er fæddur árið 1998 er skapandi leikstjórnandi sem einnig getur leyst fleiri stöður á vellinum. Arnór hefur spilað allan sinn feril með KR, auk þess að vera fastamaður í öllum yngri landsliðum Íslands. Breiðablik og KR áttust […]

Hilmar Pétursson til Breiðabliks

Hilmar Pétursson hefur samið við Breiðablik um að leika með liðinu á komandi keppnistímabili. Hilmar byrjaði síðasta tímabil með Keflavík og lék 15 leiki fyrir Bítlabæjarliðið þar sem skilaði hann að meðaltali sex stigum, tveimur stoðsendingum og tveimur fráköstum á rétt rúmum 16 mínútum í leik í Dominosdeildinni. Hilmar færði sig svo um set og […]

Sumaræfingar Körfuknattleiksdeildar fyrir börn fædd 2001 – 2006

Breiðablik býður upp á 7 vikna körfuboltanámskeið í sumar fyrir börn fædd 2001 – 2006. Áhersla verður lögð á einstaklingsfærni og leikskilning. Allar æfingar munu fara fram í Smáranum. Hafsteinn Guðnason & Bjarni Geir Gunnarsson hafa yfirumsjón með æfingum. netfang: hafsteinngudnason@gmail.com / bjarnigeir95@gmail.com Skráning er hafin á https://breidablik.felog.is/ Verð per iðkanda 25.000kr. Vika 1: 11-15 […]

Bryndís Hanna í Breiðablik

Bryndís Hanna Hreinsdóttir hefur samið um að spila með Breiðablik í Dominos deildinni á komandi keppnistímabili og mun því færa sig um set yfir heiðina, úr Garðabæ í Kópavoginn. Bryndís sem er fædd 1990 er uppalin á Bíldudal og gerði garðinn fyrst frægan með Herði Patreksfirði, þaðan sem hún færði sig yfir til Hauka, en […]