Entries by

Aðalfundur Knattspyrnudeildar 10. nóvember 2020.

Stjórn knattspyrnudeildar hefur ákveðið að boða til aðalfundar þriðjudaginn 10. nóvember 2020 klukkan 17:30 Fundurinn verður haldinn í veitingasalnum í Smáranum ef samkomutakmörkunum vegna Covid verður aflétt fyrir þann tíma. Ef samkomutakmarkanir verða ennþá í gildi verður fundinum streymt rafrænt og verður slóð sett á vef félagsins þar sem hægt verður að fylgjast með aðalfundarstörfum. […]

,

Frá Knattspyrnudeild Breiðabliks og Þorsteini Halldórssyni

Í tilefni af frétt á Vísi.is í dag, þar sem ummæli Þorsteins Halldórssonar þjálfara kvennaliðs Breiðabliks í viðtali við annan fjölmiðil eru slitin úr samhengi, vilja Knattspyrnudeild Breiðabliks og Þorsteinn Halldórsson taka fram að á engan hátt er verið að gera lítið úr öflugu fótboltastarfi í Keflavík í viðtalinu. Viðtalið snýst meðal annars um lofandi […]

Búningasöludagur Körfuknattleiksdeildar og ERREA

Körfuboltinn er farinn að rúlla af stað og því ekki seinna vænna en að græja sig upp fyrir veturinn Körfuknattleiksdeild Breiðabliks og ERREA standa frammi fyrir BÚNINGASÖLUDEGI í Smáranum. Á staðnum verður hægt verður að máta og panta keppnisbúninga sem og annan Breiðabliks ERREA fatnað. Í ljósi aðstæðna eru vestum ekki lengur dreift á æfingum […]

Kveðja frá Barna- og unglingaráði

Kæru Blikar, Síðastliðið vor og sumar hafa verið mjög áhugaverð og krefjandi á margan hátt fyrir iðkendur og starfsfólk Knattspyrnudeildar Breiðabliks. Í gegnum fyrri hluta faraldursins þá reyndi virkilega á okkar iðkendur að halda sér við efnið og voru þjálfarar duglegir að dreifa æfingaefni og áskorunum til þeirra sem gátu þá haldið sér við efnið […]

Íþróttaskóli Breiðabliks: Fyrsti tíminn 5.sept. í Kópavogsdal – Ratleikur

Íþróttaskólinn byrjar aftur laugardaginn 5.sept. 2-3 ára kl. 9:30 og 4-5 ára kl. 10:30. Við ætlum að hefja önnina á ratleik í Kópavogsdal, hittumst í Leikskólalund fyrir neðan Digraneskirkju. Þar förum við í góðan göngutúr/ratleik, þar sem finna þarf þekktar teiknimyndapersónur. Boðið verður upp á þrjá ratleiki og létta hressingu fyrir krakkana. Athugið að ekki […]

Íþróttaskóli Breiðabliks fyrir 2-5 ára börn hefst aftur 5. september

Við áætlum að Íþróttaskóli Breiðabliks fari aftur af stað laugardaginn 5. september 2020 þ.e. 2-3 ára kl. 9:30 og 4-5 ára kl. 10:30 í Smáranum. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum Nóra, skráningar- og greiðslukerfið: https://breidablik.felog.is/. Eftir að búið er að ganga frá skráningu og greiðslu inn á Nóra þurfa foreldrar og forráðamenn að […]

Taekwondoæfingar hefjast 2. september

Taekwondoæfingar Breiðabliks hefjast 2. september Æfingar fara fram í Lindaskóla. Nýnema geta prufað teakwondo í eina viku án þess að greiða æfingagjöld. Þjálfari er Master Hlynur Örn G. 5. Dan. hlynur2010@gmail.com 775-3611 Æfingatafla: Lægri belti / Byrjendur: 18:00 – 19:00 – Mánudagar 18:00 – 19:00 – Miðvikudagar 11:00 – 12:00 – Laugardagar Hærri belti / […]