Entries by

Helga Jóhannsdóttir- Kveðja frá Breiðabliki

Helga Jóhannsdóttir lést þann 8. febrúar síðastliðinn.  Helga var ötul í sjálfboðaliðsstarfi fyrir Breiðablik og sat um árabil í stjórn Handknattleiksdeildar Breiðabliks.  Á þeim tíma var Breiðablik í fremstu röð í handbolta og léku synir hennar með meistaraflokki félagsins; þeir Sissi (Kristján Halldórsson) og Krummi (Hrafnkell Halldórrsson).   Þá var Rúnar sonur hennar liðsstjóri meistaraflokks um […]

Skákdeild Breiðabliks heldur Skákþing Kópavogs í mars.

Skákdeild Breiðablik stendur fyrir Skákþingi Kópavogs sem fram fer dagana 4-6 mars í húsnæði Siglingafélagi Ýmis. Keppt er um titilinn Skákmeistari Kópavogs 2021, og hlýtur sá keppandi sem verður efstur þeirra sem eiga lögheimili í Kópavogi, eða eru félagsmenn í Skákdeild Breiðabliks, titilinn og farandbikar til varðveislu í eitt ár. Fyrir 18 ára og eldri […]

Aldursflokkamet í langstökki hjá Birnu Kristínu

Birna Kristín Kristjánsdóttir setti um helgina nýtt stúlknamet í langstökki 18-19 ára þegar hún stökk 6,01 m á Reykjavík International Games. Það er óhætt að segja að Birna Kristín komi sterk til baka, en hún hefur undanfarna mánuði glímt við erfið meiðsli. Keppnin um helgina var hennar fyrsta langstökkskeppni síðan hún náði sér af meiðslunum og […]

Íþróttaskóli Breiðabliks – Nýjar reglur

Íþróttaskólinn á laugardaginn. 6. febrúar verður með takmörkunum. Það verður áfram grímuskylda og eingöngu eitt foreldri með hverju barni. Jafnframt biðjum við foreldra um að halda 2 metrum sín á milli eins og hægt er, spritta sig bæði fyrir og eftir tímann og vera heima ef þið finnið fyrir einkennum. Við munum skipta salnum í […]

Íþrótthátíð Breiðabliks fer fram 28. janúar – Rafrænn viðburður

Þann 28. janúar mun Íþróttahátíð Breiðabliks fara fram í Smáranum klukkan 17:30. Sveinn Gíslason, formaður félagsins, mun setja hátíðina með stuttu erindi. Síðan verður íþróttafólkinu okkar sem skarað hefur fram úr á árinu 2020 veittar viðurkenningar. Vegna ástandsins sem enn ríkir hefur verið ákveðið að hafa viðburðinn lokaðan og bjóða bara íþróttafólkinu okkar sem hlýtur […]

Valið á íþróttakarli og íþróttakonu Kópavogsbæjar 2020 – Bein útsending og sex Blikar í Kjörinu.

Valið á íþróttakarli og íþróttakonu Kópavogsbæjar 2020 fer fram í dag og á okkar flotta félag sex fulltrúa af tíu í kjörinu. Viðburðurinn byrjar klukkan 17:00 og verður streymt í beinni útsendingu. Hlekkur á streymið fylgir þessari færslu. Við hvetjum alla Blika til þess að skella sér fyrir framan skjáinn og fylgjast grannt með gangi […]

Kópavogsblóti aflýst

Kæru Kópavogsbúar og nærsveitamenn,   Okkur þykir leitt að tilkynna ykkur um að Þorrablóti félaganna sem fram átti að fara þann 22. Janúar næstkomandi hefur verið aflýst.   Við höfum í nokkurn tíma velt þessum málum fyrir okkur með það að leiðarljósi að geta haldið þennan viðburð á einhvern hátt, rafrænan, í smærri hópum eða […]

Íþróttaskóli Breiðabliks hefst aftur laugardaginn 16. janúar

Nýjar reglur á samkomutakmörkunum tóku gildi í gær. Á meðal breytinga er að íþróttaæfingar verða heimilar og ætlum við því að hefja íþróttaskólann nk. laugardag þann 16. janúar en þó með nokkrum takmörkunum. Það verður áfram grímuskylda og eingöngu eitt foreldri með hverju barni. Jafnframt biðjum við hina fullorðnu um að halda 2 metrum sín […]

Böðvar Örn Sigurjónsson – Heiðursbliki

Á fundi heiðursveitinganefndar og aðalstjórnar Breiðabliks í desember var einróma samþykkt að sæma Böðvar Örn Sigurjónsson nafnbótina Heiðursbliki sem er æðsta viðurkenning félagsins fyrir framúrskarandi starf í þágu félagsins. Það voru Sveinn Gíslason, formaður Breiðabliks, og Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, sem heimsóttu Böðvar á heimili hans í dag og afhentu honum viðurkenninguna að viðstöddum […]