Entries by

Íþróttahátíð Breiðabliks – 9.janúar

Næstkomandi mánudag, þann 9. janúar klukkan 17:30-19:00, fer okkar árlega íþróttahátíð fram í veislusal Smárans. Þar verður okkar fremsta afreksfólk í öllum deildum heiðrað fyrir árið 2022. Dagskráin er eftirfarandi: • Ásgeir Baldurs formaður Breiðabliks setur hátíðina. • Íþróttakona og – karl hverrar deildar heiðruð • Deildarbikar afhentur • Þjálfarabikar afhentur • Afrekshópur Breiðabliks heiðraður […]

Um áramót

-Frá knattspyrnudeild Breiðabliks     Nú í árslok þegar við horfum til baka yfir árið gleðjumst við yfir árangri og framförum hjá iðkendum og afreksfólki knattspyrnudeildar Breiðabliks.   Um leið minnumst við með hlýhug þeirra Blika sem fallið hafa frá á árinu sem er að líða. Í þeim hópi eru starfsfólk til áratuga, öflugir sjálfboðaliðar […]

Kópavogsbúar kjósa íþróttafólk ársins

Hafin er kosning á íþróttakonu og -karli Kópavogsbæjar fyrir árið 2022. Valið stendur á milli 10 einstaklinga og eru hvorki fleiri né færri en 6 af þeim Blikar! Endilega nýtið atkvæðaréttinn ykkar sem er rafrænn og mjög einfaldur í notkun. Smellið hér fyrir nánari upplýsingar um kosninguna.

Jólakveðja Breiðabliks

Breiðablik óskar öllum iðkendum, forráðamönnum, stuðningsfólki, samstarfsaðilum og öðrum velunnurum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.  Megi þið njóta hátíðanna sem allra best. 

Engin áramótabrenna í Kópavogsdal

Engin brenna verður í Kópavogsdal á gamlárskvöld. Brennan var síðast haldin árið 2019 en féll niður 2020 og 2021 vegna samkomutakmarkana. Brennan hefur verið samstarfsverkefni Breiðabliks og Kópavogsbæjar. Kópavogsbær hefur tekið þátt í undirbúningi, sótt efni í brennuna, hlaðið hana og vaktað fram að gamlársdegi en Breiðablik séð um brennuna og viðburðarhald um kvöldið. Kópavogsdalur […]

Starfsmannabreytingar hjá Breiðablik

Friðdóra Kristinsdóttir hefur verið ráðinn markaðs- og viðburðarstjóri Breiðabliks. Þar mun hún starfa náið með Kristjáni Inga hjá Tekt og hans teymi en Tekt hefur aðstoðað félagið við markaðs- og viðburðarhald undanfarna mánuði. Friðdóra gegndi stöðu rekstrarstjóra hjá félaginu. Við starfinu hennar tekur Kristján Jónatansson og er hann nýr rekstrarstjóri Breiðabliks. Kristján er okkur Blikum […]

Íslensk knattspyrna 2022 – Sérútgáfa (Blikakápa)

Hafinn er sala á bókinni Íslensk Knattspyrna eftir Víði Sigurðsson. Kápan er sérgerð fyrir Breiðablik og tilvalin í jólapakkann fyrir alla Blika. Verð 7990 kr með áritun Verð 6990 kr án áritunar Athugið að takmarkað magn er í boði, bæði er hægt að fá hana áritaða eða án áritunar. Bókin verður til afhendingar frá 19. […]

Jólahappdrætti Breiðabliks

Hvað hringir betur inn jólin en okkar árlega happdrætti? Verðmæti vinninganna hefur aldrei verið meira!   Miðasalan hófst í dag og stendur til 10. janúar.  Vinsamlegast takið vel á móti söluaðilunum sem eru iðkendur félagsins. 

Siggi Hlíðar kveður Breiðablik

Sigurður Hlíðar lét af störfum í dag hjá Breiðabliki en hann hefur starfað sem deildarstjóri hjá knattspyrnudeild Breiðabliks undanfarin 8 ár. Siggi Hlíðar eins og hann er iðulega kallaður hefur átt stóran þátt í uppbyggingu og velgengni knattspyrnudeildar Breiðabliks undanfarin ár. Í gær var haldið kveðjuhóf honum til heiðurs þar sem stjórnarfólk, starfsmenn (núverandi og […]