Entries by

Karl Daníel Magnússon nýr deildarstjóri Afrekssviðs hjá knattspyrnudeild.

Karl Daníel Magnússon hefur verið ráðinn deildarstjóri Afrekssviðs hjá knattspyrnudeild. Karl er viðskiptafræðingur að mennt með tölvunarfræði sem aukagrein frá Háskólanum í Reykjavík. Undanfarið hefur Karl starfað sem framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Keflavíkur og þekkir vel til umhverfis íslenskra knattspyrnufélaga. Deildarstjóri afrekssviðs Knattspyrnudeildar Breiðabliks fylgir eftir skipulagi og stefnumótun Knattspyrnudeildar. Meginhlutverk deildarstjóra verður að halda utan um […]

,

Framhaldsaðalfundur knattspyrnudeildar 2023

FRAMHALDSAÐALFUNDUR KNATTSPYRNUDEILDAR VERÐUR HALDINN FIMMTUDAGINN 9.MARS 2023 Framhaldsaðalfundur knattspyrnudeildar verður haldinn fimmtudaginn 9. mars nk. í veitingasalnum í Smáranum 2. hæð og hefst klukkan 18:15. Dagskrá: 1. Ársreikningur lagður fram til samþykktar 2. Önnur mál   Meðfylfjandi er ársreikningur knattspyrnudeildar 2022. Ársreikningur Knattspyrnudeild 2022-Undirritaður   Stjórn Knattspyrnudeildar  

Ungir stuðningsmenn heiðraðir

Á aðalfundi knattspyrnudeildar Breiðabliks sem fram fór í gær 9. nóvember voru þrír drengir úr 2012 árgangi félagsins heiðraðir fyrir ómetanlegan stuðning á leikjum meistaraflokka kvenna og karla sumarið 2022. Þeir Marvin Gylfi Mogensen, Stefán Ragnar Aðalsteinsson og Þór Gerald Róbertsson voru fastir gestir á leikjum Breiðabliks í sumar og mættu iðulega vopnaðir trommum, kjuðum […]

Mannabreytingar á aðalfundi

Í gærkvöldi, þann 9. nóvember 2022 fór fram aðalfundur knattspyrnudeildar Breiðabliks. Fundurinn var vel sóttur en á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf ásamt því að veittar voru viðurkenningar frá Heiðursnefnd Breiðabliks og meistaraflokkum. Að lokum var svo yfirmaður knattspyrnumála, Ólafur Kristjánsson með stutt erindi fyrir fundargesti. Tvær mannabreytingar urðu í stjórninni þegar Helgi Aðalsteinsson, varaformaður og […]

Aðalfundur knattspyrnudeildar 2022

Stjórn knattspyrnudeildar boðar til aðalfundar miðvikudaginn 9. nóvember 2022. Fundurinn verður haldinn í veislusalnum í stúkunni á Kópavogsvelli og hefst kl. 17:00. Dagskrá: 1. Kosning fundarstjóra og ritara 2. Formaður leggur fram skýrslu deildarinnar 3. Ársreikningur lagður fram til samþykktar 4. Kosning formanns 5. Kosning stjórnarmanna 6. Umræður um málefni deildarinnar og önnur mál   […]

Tilkynning frá knattspyrnudeild varðandi ReyCup

Að gefnu tilefni vill knattspyrnudeild Breiðabliks koma á framfæri eftirfarandi skilaboðum er varðar fréttaflutning af skemmtanahaldi Rey Cup. Knattspyrnudeild Breiðabliks harmar það orðaval sem fram kemur í umræðunni og endurspeglar það á engan hátt stefnur félagsins. Enn fremur skal tekið fram að knattspyrnudeild Breiðabliks bannar ekki iðkendum að sækja skemmtanir á annars glæsilegu knattspyrnumóti Þróttar, […]

Breiðablik í 4. sæti á Alsace Cup í Frakklandi

Dagana 4 og 5 júní sl. fór fram alþjóðlegt knattspyrnumót í flokki U17 kvenna sem ber nafnið Alsace Cup. Mótið fer fram í bænum Holzwihr, rétt austan við borgina Colmar í Frakklandi. Mótið er boðsmót þar sem sterkum liðum um alla Evrópu er boðið að taka þátt og var Breiðablik boðið að senda lið til […]