Entries by

,

Vilhjálmur ráðinn verkefnastjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks

Vilhjálmur ráðinn verkefnastjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks Vilhjálmur Kári Haraldsson hefur verið ráðinn verkefnastjóri hjá knattspyrnudeild Breiðabliks. Hlutverk Vilhjálms er að annast málefni sem snúa að þróun þjálfunar í samvinnu við yfirþjálfara, efla og bæta þjónustu knattspyrnudeildar og vinna að gæðamálum. Vilhjálmur er menntaður grunnskólakennari, með meistaragráðu í mannauðsstjórnun og hefur lokið KSÍ A þjálfaragráðu. Hann hefur […]

,

Knattspyrnudeild Breiðabliks auglýsir eftir dómarastjóra fyrir yngri flokka

Knattspyrnudeild Breiðabliks auglýsir eftir dómarastjóra fyrir yngri flokka deildarinnar Hlutverk og ábyrgð dómarastjóra er að sjá um að útvega og raða niður dómurum á heimaleiki yngri flokka knattspyrnudeildar. Dómarastjóri þarf að vera í góðum samskiptum við þá öflugu dómara sem eru þegar hjá félaginu og vinna markvisst að því að fjölga í þeim hópi. Einnig […]

Aldrei fleiri þáttakendur á Silfurleikum ÍR

Síðastliðna helgi fóru fram Silfurleikar ÍR í frjálsum. Mótið er ætlað iðkendum á aldrinum 6-17 ára og er haldið til minningar um silfurverðlaun Vilhjálms Einarssonar í þrístökki á ólympíuleikunum í Melbourne 1956. Mikil vöxtur hefur verið í Frjálsíþróttadeild Breiðabliks undanfarið og á Silfurleikunum voru 70 keppendur Breiðabliks skráðir til leiks. Keppendur Breiðabliks náðu góðum árangri […]

Helga Jónsdóttir sæmd silfurmerki Breiðabliks

Helga gekk úr Barna- og unglingaráði eftir síðasta Símamót eftir mörg ár í starfi ráðsins, svo mörg að ákveðnum vandkvæðum reyndist að rekja það til fyrsta dags. Helga var ein af þeim hóp sem byrjaði með 5. flokks mótið í janúar sem þá hét Landsbankamótið og hefur nú kyrfilega fest sig í sessi sem mikilvægt […]

Danni Williams til Breiðabliks

Breiðablik hefur samið við Danni Williams um að leika með liðinu það sem eftir lifir keppnistímabilsins. Félagið hefur sagt upp samningi sínum við Violet Morrow og þakkar henni fyrir þann tíma sem hún lék fyrir Breiðablik en ljóst var að liðið þurfti leikmann sem gat tekið meira af skarið í sókn. Danni kemur frá Texas […]

Jólakúla Breiðabliks

  Jólakúla Breiðabliks er falleg græn 6 cm jólakúla með hvítu glimmeri og rauðum borða sem ætti að vera til hjá öllum stuðningsmönnum Breiðabliks. Jólakúlan kostar kr. 3.000 og rennur allur ágóði af sölu kúlunnar til Körfuknattleiksdeildar Breiðabliks. Jólakúlan kemur í takmörkuðu magni og er því um að gera að tryggja sér eintak. Jólakúlurnar verða […]

,

Tilkynning frá knattspyrnudeild Breiðabliks varðandi sköllun

Ágætu foreldrar og forráðamenn Mikil umræða hefur verið um höfuðhögg og afleiðingar þeirra í knattspyrnuhreyfingunni að undanförnu.  Haldin hafa verið fræðsluerindi og gefin út fræðslumyndbönd af hálfu KSÍ, sjá:https://www.ksi.is/fraedsla/heilbrigdismal/ekki-harka-af-ther-hofudhogg/. Þjálfarar Breiðabliks hafa kynnt sér fræðsluefnið og munu taka mið af því ef upp koma atvik. Einnig benda nýjustu rannsóknir til þess að skalla bolta sé […]

,

Aðalfundur Knattspyrnudeildar Breiðabliks

Stjórn knattspyrnudeildar hefur ákveðið að boða til aðalfundar miðvikudaginn 20. nóvember 2019. Fundurinn verður haldinn í veitingasalnum á jarðhæð stúkunnar og hefst kl. 17:30. Dagskrá: Kosning fundarstjóra og ritara 2. Formaður leggur fram skýrslu deildarinnar 3. Ársreikningur lagður fram til samþykktar 4. Kosning formanns 5. Kosning stjórnarmanna 6. Umræður um málefni deildarinnar og önnur mál […]

Vinningsnúmer í Evrópuhappdrætti Breiðabliks 2019

Dregið hefur verið í Evrópuhappdrætti meistaraflokks kvenna hjá knattspyrnudeild Breiðabliks. Vinningsnúmerin eru til vinstri á myndinni hér að neðan. Vinninga skal vitja með því að senda tölvupóst á sigurdur@breidablik.is Stelpurnar vilja koma eftirfarandi skilaboðum áleiðis: “Takk fyrir stuðninginn. Ykkar stuðningur hjálpaði okkur við það að hafa undirbúningin fyrir leikina í meistaradeildinni eins og best var […]

Guðmundur Jóhann Gullbliki

Guðmundur Jóhann Jónsson ólst upp í  Kópavogi og varð strax frá unga aldri mikill Bliki. Hann byrjaði ungur að æfa knattspyrnu en fljótlega tók handknattleikurinn við. Hann æfði handbolta upp alla yngri flokka og varð meðal annars Bikarmeistari með 2.flokki Breiðabliks.  Eftir stúdentspróf hélt Guðmundur til náms til Bandaríkjanna og lagði hann þá boltaskóna á […]