Entries by

Uppskeruhátíð og lokahóf Knattspyrnudeildar

Fífan opnar kl. 12.00 en þar verður fjölbreytt afþreying fyrir hressa fótboltakrakka. – Hoppukastalar – Boltaþrautir – Skothraðamæling (hvað heitir þetta aftur) Grillaðar pylsur og drykkir í boði Barna- og unglingaráðs. Fulltrúar meistaraflokka mæta á svæðið. Fjölmennum síðan á völlinn á leik Breiðabliks og KR kl 14. Minnum á lokahóf knattspyrnudeildar um kvöldið. Húsið opnar […]

Ágúst Gylfason lætur af störfum

Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur nýtt sér uppsagnarákvæði í samningi milli Ágústar Gylfasonar og knattspyrnudeildar Breiðabliks. Ágúst mun láta af störfum sem þjálfari meistaraflokks karla að loknum leik Breiðabliks og KR þann 28. september n.k. þegar núverandi keppnistímabili lýkur. Knattspyrnudeild Breiðabliks þakkar Ágústi kærlega fyrir hans frábæru störf sem þjálfari síðustu tvö ár og óskar honum velfarnaðar […]

Steini framlengir við Breiðablik!

Breiðablik tilkynnir með mikilli ánægju að Þorsteinn Halldórsson hefur skrifað undir nýjan samning og mun halda áfram þjálfun kvennaliðs félagsins í knattspyrnu næstu þrjú árin. Þorsteinn tók við Breiðabliki haustið 2014 og er nú að stýra liðinu fimmta sumarið í röð. Á þessum árum hefur árangurinn verið magnaður, en Breiðablik hefur unnið tvo Íslandsmeistaratitla og […]

Breiðablik með lið á sterku móti í Madríd

Í gær fimmtudag héldu 18 drengir fæddir árið 2006 út til Madrídar til þess að taka þátt í sterku alþjóðlegu boðsmóti. Liðin eru 32 talsins og hefja leik í átta fjögurra liða riðlum. Spilað verður 2x20mín og fara allir þrír leikir Blika í riðlakeppninni fram föstudaginn, 13. september. Þar mæta þeir FC Barcelona, Vegalta Sendai […]

Frístundavagninn 2019-2020

Frístundabíllinn mun hefja akstur mánudaginn 2.september. Mikilvægt er að foreldrar og forráðamenn komi upplýsingum til frístundaheimilanna eða skólans ef barnið þeirra á að taka bílinn á æfingu og þá hvaða lit og klukkan hvað. Starfsmenn frístundaheimilanna hafa verið duglegir að fylgja börnunum út á stoppustöð og þegar í bílinn er komið er það starfsmaður hans […]

Íþróttaskóli Breiðabliks hefur göngu sína þann 7. september 2019

ÍÞRÓTTASKÓLI BREIÐABLIKS UPPLÝSINGAR FYRIR HAUSTIÐ 2019 Fyrir börn fædd 2014-2017 Íþróttaskóli fyrir alla Íþróttaskóli Breiðabliks hefur starfað frá árinu 1994 og er markmið hans að bjóða börnum á aldrinum 3-5 ára upp á fjölbreytt og markvisst hreyfinám sem tekur mið af þroskaþáttum barna. Við komum til með að vinna á stöðvum með fjölbreyttu hreyfiálagi þar sem […]

Blikar sigursælir í sprettþraut

Blikar halda áfram á sigurbraut og gerðu góða hluti í sprettþraut í Kjósinni miðvikudaginn 21. ágúst. Vatnið var frekar kalt og þó nokkuð rok en Blikar eru sterkir, innan sem utan og láta ekki ytri aðstæður hefta sig. Hákon Hrafn Sigurðsson sigraði heildarkeppnina af talsverðu öryggi. Rannveig Guicharnaud sigraði kvennaflokkinn en Blikakonur tóku einnig silfur og […]

Körfubolti verður heilsársíþrótt

Körfuboltinn er vaxandi íþrótt á Íslandi, bæði hvað varðar vinsældir og fjölda iðkenda. Hingað til hefur körfubolti í Kópavogi eingöngu verið tímabils íþrótt yfir veturinn og þar til ekki alls fyrir löngu var hefðbundið æfingatímabil frá miðjum september fram í lok apríl eða byrjun maí. Fyrir tveimur árum var æfingatímabilið hjá Breiðablik lengt og hefjast […]